Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 56
50
Erlendar bæknr.
KirkjuritiíS.
Baráttan genn trúnni. Erindi eftir séra lijarna Jónsson. —
Reykjavík 1935.
Erindi jjetta vakti mikla atliygli, þegar það var flutt, og mun
mörgum þykja vænt um að sjá það á prenti. Það er snjöll trú-
vörn og mjög tímabær. Væri æskilegt, að miklu fleiri fyrirlestr-
ar og ræður væru haldin í sama anda. Þess er ekki að dyljast,
að ýmsir liér á landi nú á tímum vilja kristnu trúna feiga og hefja
árás á hana, og þvi ekki vanþörf á, að þeir fái góð svör og gild,
fyrst og fremst vegna sjálfra þeirra og svo annara, sem ella
kynnu að láta glepjast af orðum þeirra. Séra Bjarni færir rök
að því, að milli sannrar trúar og sannra visinda sé enginn á-
rekstur, heldur taki trúin þar við, sem vísindunum sleppi. Bar-
áttan standi milli trúar og trúteysis bæði hjá þeim, sem eru vís-
indamenn og hjá þeim, sem ekkert vita í vísindum. Eftir því sem
líður á erindið snýst trúvörnin meir og meir í sókn og áskorun
til íslendinga að varðveita dýrustu eign sína, trúna og kærleik-
ann, en uppræta hatrið, því að „öllum hafís verri er hjartans ís“.
Þeir, sem vilja útbýta ókeypis þessum ágæta fyrirlestri, geta
snúið sér til Ólafs Erlingssonar, ísafoldarprentsmiðju, Rvík.
Á. G.
ERLENDAR BÆKUR
sendar til umsagnar.
Sven Wislöff Nilssen: Norges svar pá Jesu erobringsordre.
Kortfattet norsk misjonshistorie'. — Oslo 1935. Lutlierstiftelsens
forlag.
Þeim, sem kynnast vilja hinu víðtæka og merkilega kristni-
boðsstarfi Norðmanna, vil ég benda á þessá nýútkomnu bók, sem
er stuttorð, en greinagóð, prýdd fjölda mynda og korta.
Einnig munu kristniboðsvinir hér á landi hafa ánægju af að
lesa margt í „Nordisk Missions-Tidskrift“, sem árið 1935 kom út
í tí heftum (alls 288 bls.). Ritið er gefið út hjá O. I.ohse í Kaup-
mannahöfn.
Erik Pontoppidan: „Troens speil“. Ved Sigmund Feyling. -—
Oslo 1935. Lutherstiftelsens forlag.
Eiik Pontoppidan var fæddur í Árósum í Danmörku árið
l(i98, var biskup í Bergen 1747—54, en dó í Kaupmannahöfn 20.
des. 17(54. Hann var, sem kunnugt er, einn af helztu talsmönnum
heittrúarstefnunnar á Norðurlöndum. Og þegar ferming hafði