Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 4
354
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Kirkjuritið.
í róstu grimma veður tryltum móði,
og guðlast, bölv með örvæntingar ópum,
sem útskúfaður lýður drotni þylur.
.íá, allir tónar reiði, harms og hefnda
i hörpustrengjum þessa spámanns titra.
Árni Þorvaldsson þýddi.
HALLGRÍMSKIRKJA í REYKJAVÍK.
Ég sá það í Kirkjuritinu í vor, að búið var að sam-
þykkja uppdrátt að Hallgrímskirkju að Saurbæ. Það
gladdi mig, að mál þetla er svo langt á veg komið, því
ég hefi jafnan verið því samþykk, að reist verði fögur
og' hæfilega stór safnaðarkirkja í Saurbæ sem minnis-
varði yfir okkar dýrmæta trúarskáld.
En ósk mín og von er sú, að reist verði stór og veg-
leg Hallgrímskirkja i Reykjavík.
Það er aðeins einn staður i Revkjavík, sem mér finst
hin mikla og veglega kirkja geta staðið á, og' það er á
Skólavörðuholtinu austanverðu, þar sem bún gnæfir
sem skjöldur þjóðarinnar hált yfir böfuðborg landsins.
Þar mætti jafnframt nota turn kirkjunnar sem útsýn-
isturn yfir höfuðborgina og bið fegursta útsýni, sem lil
er bér á landi.
Þar sem þegar er farið að þrengjast á Skólavörðu-
liæðinni, finst mér það ekki mega bíða lengur að fá þar
liið umrædda svæði útmælt, svo að bægt verði að girða það
og vernda, þar til bægt verður að hefjast handa með
bygginguna.
Þetta er mín ósk og von, að við eignumst, með tíð og
tima, kirkju á fegursta staðnum i böfuðborg okkar.
(Úr bréfi frá prestskonu i sveit).
Ritstj. Kirkjuritsins þykir vænt um að geta flutt þessi einörðu
og hollu hvatningarorð. Er nú kominn tími til að hefja handa,
fá lóðina undir kirkju á Skólavörðuholtinu og verja dáiítilii upp-
lræð af fé því, er safnast hefir, fyrir uppdrátt að veglegri kirkju.