Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Page 5

Kirkjuritið - 01.11.1936, Page 5
KirkjuritiS. PÍSLARVÆTTI PÉTURS OG PÁLS POSTULA. i. Poslularnir Pétur og Páll hafa verifi í auginn íslend- inga ekki síður en annara kristinna þjóða liinir mikhi höfuðpostular. Pétur einkum i kaþólskum sið, en Páll í lúlerskum. Voru Pétri heigaðar fyrrum hér á landi 73 kirkjur, og gekk hann þar næstur Maríu. Mann var nafn- dýrlingur 4(5 kirkna, en verndardýrlingur 27. Páli voru aftur á móti aðeins helgaðar 5 kirkjur, var hann nafn- dýrlingur 2, en verndardýrlingur 3. Báðum senn voru auk þess helgaðar 4 kirkjur. Og aldrei var svo sungin messa öðrijm, að ekki væri hinum flutt hæn. Þegar þekking manna á lieilagri ritningu tók að vaxa á öldun- um eftir siðaskiftin, varð mynd Páls skýrari en áður. Enda er farið með kafla úr pistlum lians við flestar guðs- þjónustur. Andagift lians og trúarkraftur gátu engum dulist, er heyrðu t. d. kærleiksóð Iians í 13. kap. 1. Kor. eða lofgerð hans til Krists í X. kap. Róm. ()g þeir, sem lesa vel hréf lians, sjá hvelfast yfir háan himin fvltan undursamlegu sólskini og voldugu sterkviðri andans. Æfilok þessara postula, sem N.l. varpar að mörgu skæru Ijósi yfir, eru þó miklu mistri hulin. Flestir sagn- fræðingar hvggja að sönnu, að þeir deyji háðir pislar- vættisdauða í Róm á stjórnarárum Nerós. En nánari at- vik og aðdragandi að þvi hafa lengst af verið ókunn, jafnvel vafi um ártalið, er þeir láta lif sitt. Á síðustu árUm liafa ágætir visindamenn liafið nýja rannsókn i því skvni að reyna að svifta hulunni af þess-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.