Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Píslarvætti Péturs og Páls pöstula.
359
til 1-10111 61, eða i bréfum þeim, sem Páll skrifar þar í
fangelsi 61—63. Mætti gizka á, að Pétur hefði fluzt lil
Rómaborgar 63 og tekið |ni þegar við forstöðu safnað-
arins. Erfikenningin segir, að liann hafi átt heima i búsi
höfðingja eins á Viminalishæð og stjórnað málum safn-
aðarins þaðan, jiegar ofsóknin brauzt úl. Hefði liann
lialdið þar áfrani störfum eins og áður, þá var söfiluðuriiln
forystulaus innan stundar, björðin tvístruð öll, hrjáð
og brakin. Hann mátti ekki meta blutskifti píslarvætlis-
ins nieira en það að véra nieð söfnuðinum og leiða liann
gegnum margar þrautir. Hann liefir hugsað líkt og Páll
skrifaði áður: „Mig langar lil að fara héðan og vera
með Kristi, því að það væri miklu betra, en yðar vegna
er það nauðsynlegra, að ég haldi áfram að lifa í líkam-
anum“. Hann hefir lekið sama ráðið og margir ágæl-
ustu leiðtogar kristninnar á ofsókriartímum eftir hans
dag. Harin dró sig í blé um sinn og fór huldu böfði,
huggaði söfnuðinn og styrkti og var brjóst fyrir honuni
eftir þvi sem auðið var. En ofsóknunum linti ekki. Alla
stjórnartíð Nerós grúfðu helskýin dag frá degi yfir
kristnum mönnum, og það ekld aðeins í Rómaborg
lieldur um Rómaveldi. Fyrrá Pétursbréf bregður birtu
á þessa tima, þetta dásamlega bréf, dýpra og innilegra
ef lil vill í allri sinni einfeldni og ást á Kristi heldur en
önnur bréf N.t. Það. virðist skrifað skömmu eftir fvrslu
líflátin og heldur á lofti mynd Krisls líðandi og deyjandi
frammi fyrir söfnuðunum í dreifingunni, sem mega
vænta liins' sama og Rómasöfnuðurinn: „Þér elskaðir,
látið yður eig'i undra eldraunina, sem yfir yður er kom-
in yður til reynslu, eins og yður bendi eitthvað kvnlegt,
heldur gleðjið yður að sama skapi, sem þér eruð’ lilut-
lakandi í píslum Krists, til þess að þér megið gleðjast
miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans. Sælir eruð
þér, er þér eruð smánaðir fyrir nafn lvrists, því að andi
dýrðarinnar og andi Guðs livílir yfir yður. Því að eng-
inn yðar liði sem manndrápari eða þjófur eða illvirki