Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 11
KirkjuritiS. Píslarvætii Pcturs og Páls postúla. 361
frá þessum stöðum og þar á meðal sú áletrun eða stafir
úr henni. Hún er á þessa leið:
„Þú sem spyrð um nöfn Péturs eða Páls skall vita,
að hér bjuggu fyrrum liinir heilögu menn. Austurlönd
sendu oss þá postula, vér könnumst fúslega við það
þeir liafa nú fylgt Ivristi á stjörnuvegum og eru komnir
í himneskt skaut og ríki trúaðra en við hlóðugt písl-
arvætti þeirra hefir Róm fengið réttinn til þess að telja
þá borgara sína. Þetta kveður Damasus vður til lofs,
nýju stjörnur“.
Orðin „bjuggu“ geta að vísu táknað sama sem „hvíldu“,
háru beinin, en í eiginlegri merkingu gefa þau til kynna,
að þarna hafi þeir postularnir Pétur og Páll átt heima,
og kemur þá trauðla til greina annar tími en sá, sem
liður frá endurkomu I3áls til Róm og þangað til þeir
verða handteknir af keisaravaldinu. í þessu titla húsi,
sem þar liefir verið áfasl stórum húgarði, var gotl að
dyljast, og postularnir liafa leitt safnaðarfólkið í gleði og
sorg, lífi og dauða og orðið því svo hjartfólgnir báðir,
að ekki hefir verið minst svo annars þeirra, að hinn
kæmi þá ekki einnig í hug. Þannig hefir liðið mánuður
eftir mánuð og hlóð píslarvottanna sífelt orðið útsæði
kirkjunnar. Við þessa tíma er tengd forn og fögur helgi-
saga, sem hefir mikinn andlegan sannleika að geyma,
eins og hún er í upphaflegri mynd. Ætla ég j)ví að segja
liana þannig, enda varð hún mér enn minnisstæðari við
komu mína til kapellunnar „Quo vadis“ við Via Appia,
en inni jiar er Kristsmynd Michaels Angelos og fótspor
Krists höggvin i marmara, eins og menn hugsuðu sér
þau á j)jóðveginum eftir fund |)eirra Péturs:
„Lögregla Rómahorgar liafði hafið leit að Pétri alveg
sérstaklega og skvldi honum engrar undankomu auðið.
Þá fóru vinir hans til hans og báðu hann að forða sér
á flótta: „Ó, þú, sem ert tryggastur af feðrunum, minstu
orðanna, er þú sagðir svo oft, að þú værir fús til að fórna
lifi þínu til Jiess, að vér gætum verið öruggir. Megum vér