Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 21
KirkjuriliíV Kirkj udagur. 371 undan og liafa orðið til þess að gera húsið enn helgara í þeirra augum, sem eftir lifa. Þegar presturinn hefir lokið ræðu sinni, er sunginn sálmur eins og venja er til. Að því loknu gengur svo söfnuðurinn skipulega í kring um skírnarfontinn og lætur þar í gjöf sina til kirkjunnar. Þar kemur sá fátækasti eins og sá ríkasti með gjafir sínar. Þær geta verið misjafnar. — En eru þó ullar jafn- ar. A meðan þetta fer fram, er leikið á orgelið kirkjulegt lag eða lög. Svo heldur guðsþjónustan áfram eins og venja er til. En endar ávalt á því, að allir svngja: „Son ÍTuðs ertu með sanni“. Það, sem kirkjunni gafst á kirkjudaginn 1923, var nol- að til miðstöðvar-kaupa í liana, og var á annað þúsund kr. Síðan var ákveðið að leggja það, sem eftir það safn- aðist, i byggingarsjóð nýrrar kirkju. Hefir það ávalt ver- ið gert, að einu ári undanteknu, en þá var því, sem inn kom, varið til aðgerðar á kirkjunni. A kirkjudaginn iiafa þannig safnast til nýrrar kirkju níu þúsund krónur. Fyrir utan þetta hafa einstaklingar gefið kirkjunni það, sem hér segir: Öll kirkjan hefir verið máluð að innan og rafmagnsleiðsla sett í hana með lömpum og skrautljós- um. Þá hefir og Kvenfélagið prýtt umhverfi kirkjunnar. í fámennum söfnuðum er það eðlilega nokkuð erfitt að reisa nýjar kirkjur, jafnvel þó ýtrustu sparsemi sé gætt, og ekki gerðar miklar kröfur. Ivirkjudagurinn get- ur létt þessar áliyggjur og erfiði, jafnvel í fámennum sóknum, með því að byrjað sé nógu snemma að safna fé til byggingar kirkna, eða til viðhalds þeim og til fegrun- ar á margan hátt. Ef þessu heldur liér svo áfram sem hingað til, er ekki vafamál, að Akrnesingar geta, þegar þörfin krefur, hj^gt hina prýðilegustu kirkju skuldlaust. Og þegar svo er komið, er það fyrst hægðarleikur að hafa kirkjur vel búnar að gripum, og öllu útliti. Það er því vafalaust mjög mikill fengur íslenzkum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.