Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 27
Kirkjuritið.
Kirkjulegir fundir.
377
En skýrsla fyrir síðarnefna fundinn hefir þvi miður ekki enn
borist Kirkjuritinu.
Aðalfundur Prestfélagsdeildarinnar var vel sóttur og ánægju-
legur. Sátu hann 12 prestar og prófastar. Guðsþjónusta fór fram
i kirkjunni að kvöldi fyrra fundardagsins, þjónaði séra Sigur-
geir Sigurðsson prófastur fyrir altari, en séra Sigurður Z. Gísla-
son prédikaði. Mörg mál voru tekin til meðferðar á fundinum
og ýmsar samþyktir gjörðar, m. a. þessar:
„Prestafélag Vestfjarðar beinir þeim tilmælum til Sunnlend-
inga og annara í hinu forna Skálholtsbiskupsdæmi. að vinna að
því, að nýjar kirkjur verði reistar í Skálholti og á Þingvöllum.
Einnig telur fundurinn sjálfsagt, að í framtíð sitji prestar á Hól-
um í Hjaltadal, á Þingvöllum og i Skálholti, og heitir á þjóðina að
vera samhuga um að halda þessum fornhelgu stöðum í heiðri“.
..Fundurinn skorar á kirkjustjórnina að verða við þeirri ósk
safnaðanna i Dýrafjarðarþingum, að leggja þau ekki undir Sanda-
prestakall við næstu prestaskifti, heldur láta þau vera sérstakl
prestakall áfram“.
„Fundurinn skorar fastlega á þing og stjórn að samþykkja
hæli fyrir vanþroska og andlega vanheil börn, ennfremur
drykkjumannahæli, og sjá um, að slík hæli verði reist hér á landi
sem alha fyrst“.
„Prestafundur Vestfjarða ályktar að skora á kirkjustjórn ís-
Iands að hlutast lil um, að meðal hinna mörgu íslendinga, sem
dvelja langvistum í. Kaupmannahöfn, sé stofnað til meiri kirkju-
legrar starfsemi, svo að hinn íslenzki æskulýðlir eða þegnar yfir-
leitt, sem þar dvelja, séu ekki íéngur cins einangraðir frá kirkju
þjóðar vorrar og hingað til hefir verið“.
„Fundurinn vill vekja athygli á hugmynd Jens Bjarnasonar
um Vidalínsklaustur og óskar þess. að kirkjuvinir taki málið til
yfirvegunar“.
„Fundurinn skorar á Alþingi, að veita ríflegan styrk til bygg-
ingar aðseturs handa uppgjafaprestum og prestsekkjum. Telur
fundurinn nauðsynlegt, að stefnt sé að því marki, að fátækir
uppgjafaprestar og prestsekkjur geti fengið ókeypis húsnæði á
aðsetursstað þessum í elli sinni“.
Síðari fundardaginn flutti séra Böðvar Bjarnason erindi í kirkj-
unni. Nokkurar umræður fóru þar einnig fram í heyranda
hljóði. Aðsókn að kirkjunni var jafnan mjög mikil.
Kirkjufundur fyrir Norðlendingafjórðung var haldinn í sam-
handi við prestafund Hólastiftis 6. og 7. sept. á Akureyri.
Fundurinn hófst með guðsþjónustu i kirkjunni. Séra Helgi