Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 30
380
Guðm. H. Jakobsson:
KirkjuritifS.
Veitir það nokkra velliðan að hata? Nei, slíkt er víti, er var-
ast skyldi. Hversu marga heilbrigSa liugsun hefir þaS ekki eyði-
lagt, bæði fyrir mér og öðrum. Og hversu sárt má maður ekki
sakna allra þeirra stunda, sem er eytt i að framleiða þá eitur-
dropa fyrir sálarlífið, að ég nú eklci tali um, ef maður leggur
sig i það auma ástand að svala þeirri óalandi hugsun í verki.
Svo er það hefnigirnin. Ég hefi stundum verið að velta því
fyrir mér, hvert ógnar-afl hún getur verið. Hversu hún færir
margt af réttri leið, raskar ró og friði, og hve oft hún er fljót
að komast lit fyrir takmörk þess, sem sanngjarnt er og rétt, t. d.
réttláta refsingu fyrir framið afbrot. AS hefna sín fyrir þetta
eða hitt, sem maður álítur sér á móti gert, getur oft veriS vara-
samt. Skyldi það nú í raun og veru vera mótgerð? Getur ekki
eins verið, að nokkuð af henni, máske liálf, eða næstum öll og
jafnvel stundum alveg öll — mótgerðin — sé mér sjálfum að
kenna? Og þó skyldi ég vilja hefna min. En er þá víst, að hefnd-
in verði ekki tvíeggjaS sverS? Er ekki líklegt, að eftir nokkurn
tíma komi hefndin eins og bergmál til baka og bitni þá á sjálf-
um mér. Þá er eins líklegt, að seinni villan verði ekki betri en
sú fyrri. Hversu sárt má ekki hugann svíða undan sinni eigin
misgerð. Þvi væri vel þess vert að forðast hefnigirnina, með því
að mega vera þess viss, að hún kemur oft sjálfum oss í koll. Þó
væri óskandi, að enginn hlífðist við að gera það, sem rangt er,
af ótta við hegningu, heldur af virðingu fyrir því, sem rétt er.
Stundum hugsa ég um, hve margt sé gott og fagurt í .heimin-
um. Dæmi þess má finna lit um alt. Víða þekkjast fögur dæmi um
óeigingirni, hjálpsemi, samhug, góðvilja og sáttfýsi. Og það er
víst, að ekkert af þessu hefnir sín, en i þess stað skilur það alt
eftir góðar endurminningar og hefir góð áhrif, ekki aðeins á
viðkomendur, heldur er oft sem fari hlýir straumar mann frá
manni. Og það er gott til þess að vita,þvi að þaS þarf einmittstund-
um ekki annað en góð áhrif frá öðrum til að vekja eitt og ann-
að gott, sem býr með þessum eða hinum, en hefir eins og sofið,
eða máské ekki verið fullburða né fært um að brjóta af sér
skurnið, fyr en aðkomandi áhrif snerta það og vekja, í sumum
tilfellum, til aðdáanlegs og áhrifaríks lífs.
Stundum hugsa ég um það, sem ég ræð ekkert við — skil ekki.
Þá fer mér eins og oft vill henda, að maður myndar sér ein-
hverja skoðun, jafnvel þó maður skilji ekki né geti gert sér
grein fyrir þeim réttu orsökum, sem að því liggja, er maður
hugsar um. Til að bæta úr skilningsleysi mínu, spurði ég eitt
sinn roskinn og greindan mann að því, hvað mundi þeim mönn-
um hafa gengið til að skrifa Biblíuna, sem það gerðu. Svaraði