Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 22

Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 22
308 Richard Beck: Október. við báðar guðsþjónusturnar. Söngflokkar safnaðarins höfðu sameinað krafta sina við þetta tækifæri og sungu áhrifamikla liátíðarsöngva undir leiðsögn herra Sigur- hjörns Sigurðarsonar, söngstjóra eldra söngflokksins; ung- trú Snjólaug Sigurðsson, organisti kirkjunnar, stýrir yngra söngflokknum. Gerði liinn ágæti söngur hátíðahöldin drjúgum veglegri og eftirminnilegri en annars hefði verið. kins og sæmdi jafn söguríkum viðburði, var kirkjan fag- urlega prýdd, meðal annars þrem fögrum skjöldum með upphleyptum myndum af kirkjum safnaðarins. Velunnurum safnaðarins var það þó vafalaust mesta íagnaðarefnið á þessum tímamótum í sögu iians, að til- kynt var við hátíðaguðsþjónusturnar, að 110 manns hefðu gengið í söfnuðinn á afmælisári Jians, og ber sú aukning fagurt vitni ágætu starfi prests og safnaðarfólks og sýnir það, að hann er all annað en í afturför. En afmælisins var minst á margan annan liátt heldur en með ofannefndum hátíðarguðsþjónustum. Söngflokkar safnaðarins héldu afartilkomumikla söngsamkomu i til- efni afmælisins að kveldi þess 2. nóvembers, er mikiU mannfjöldi sótti. Frú Sigríður Olsen og Páll Bardal borg- arfulltrúi sungu einsöngva, en Pálmi Pálmason fiðluleik- ari skemli með einleik. Á samkomu þessari flutti dr. B. J- Brandson afbragðserindi, er hann nefndi „Faith of the Founders“ (Trú safnaðarfeðranna), um stofnun safnaðar- ins, sögu hans og starf; lagði dr. Brandson áherzlu á það> hversu heppinn söfnuðurinn hefði verið með kirkjulega leiðtoga sína, þar sem voru þeir dr. Jón Bjarnason og di • Björn B. Jónsson, og hversu vel hefði tekist valið á hinuiu nýja presti safnaðarins, séra Vaidimar J. Eylands. Jali'- hliða vottaði ræðumaður konum þeirra prestanna virð- ingu sína og aðdáun. Af öðrum hátíðahöldum í sambandi við afmælið nia serstaklega geta um fund þann, er Karlaklúbbur safnaðar- ins hélt þ. 2(5. október, og voru þar flutt fjögur fróðleg °S merkileg erindi um sögu safnaðárins: Séra Runólfur

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.