Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 20

Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 20
Marz. FramtíðarstÖrf Kirkjuráðsins. Ég var svo heppinn að eiga þess kost að dvelja erlendis veturinn 1935—1936. Ég kyntist í þeirri ferð miklu lífi og miklu starfi. Ég hefi verið að hugsa um það síðan, hvort ekki væru einliver ráð til þess, að við hér heima gæt- uin öðlast eitthvað af því mikla lífi og þvi mikla starfi, sem ég kyntist á ferð minni. í lögum um kirkjuráð nr. 21, 6. júlí 1931, segir meðal annars (2. gr..): „Verkefni kirkjuráðsins er að vinna að eflingu íslenzkrar kristni og styðja að trúar- og menning- aráhrifum þjókirkjunnar með þvi að a) íhuga og gera ályktanir um þau mál, sem varða þjóðkirkjuna í heild og einstaka söfnuði hennar, b) stuðla að frjálsri starfsemi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar, mannúðar- og líknar- starfsemi.“ Kirkjuráðið hefir nú starfað nærri sjö ár. Það hafa skipað mætir menn, sem fullan vilja hafa haft á því að starfa þannig, að eftir kirkjuráðið mætti liggja eitthvað það, og á ýmsum sviðum, sem verulega þýðingu liefði fyrir kristnilíf þjóðarinnar, og að fyrir þess tilstilli gæti aukist að mun starf þjóðkirkjunnar að trúar- og menn- ingaráhrifum. Kirkjuráðið hefir lagt fullnaðarsamþykkt á Helgisiðabók þjóðkirkjunnar liina nýju. Það hefir haldið noklcura fundi árlega, gert ýmiskonar samþyktir, úthlut- að því litla fé, sem það liefir liaft til umráða, o. s. frv. Skal það þaklcað, sem þegar er gert. En ég vil, að kirkj- unni geti notast betur að þessari þörfu og virðulegu stofn- un. Verulegra átaka gætir of lítið, eða framkvæmda, sem um munar. Þetta er ekki sagt til ásökunar þeim inönn- um, sem skipað hafa kirkjuráðið, heldur ér þetta að kenna því, hversu þeim hefir verið i hendur búið, liversu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.