Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 25

Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 25
Kirkjuritið. Framtíðarstörf kirkjuráðsins. 103 sænsku stofnunar. í fyrsta lagi þarf kirkjuráðið að hafa a- m. k. 1 fastan starfsmann og helzt fasta skrifstofu í Reykjavík. Ég gæti hugsað mér, að þessi starfsmaður bæri nafnið kirkjuráðsritari. Hvað á svo þessi maður að gera, og hvað á skrifstofan að annast? Ég kem nú að þvi, og þá með hliðsjón af starfsemi Diakonistyrelsen í Svíþjóð. 1) Kirkjan þarf að hafa eigin bókaútgáfu. Prestafélagið hefir undanfarið gefið út nokkrar bækur, sumar ágætar, °g nú seinustu árin Kirkjuritið, sem við tók af Prestafé- lagsritinu. Mér kemur til liugar, að kirkjuráðið taki við þessari útgáfu. Ekki svo að skilja, að Prestafélaginu sé vantreyst. Heldur virðist mér kirkjuráðið réttari aðili, þar eð það er skipað fulltrúum presta og leikmanna. En að sjálfsögðu er það elcki aðalatriðið, hvort útgáfan er í hönd- um Prestafélagsins eða ekki, heldur hitt, að kirkjan sem beild hafi sína eigin útgáfu. Stefnt sé í sömu átt sem út- gáfa Prestafélagsins hefir gert, en aukið við eftir því, sem möguleikar reynast á. Gæti ekki útgáfa sálmabókarinnar bomist i hendur kirkjunnar? (Til athugunar: Hversu er með Biblíuútgáfuna?) Hugsanlegt virðist mér, að starf- semi kristilegs bókmentafélags ætti að geta fallið undir þessa útgáfu. Hversvegna getur kirkjan ekki haft sína allsherjar útgáfu, eins og sagl er að kommúnistar hafi sma „Heimskringlu" ? — Ég hugsa mér að starfsmaður kirkjuráðsins ætti að annast alla afgreiðslu og dreifingu. 2) Barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar reynir að safna fé til barnaverndarstarfs með því meðal annars að senda prestum til sölu stjörnur og fermingarkort. Árangur er ekki mikill og daufar undirtektir. Einn af guðfræðikenn- urum Háskólans hefir undanfarið af áhuga og velvild S1nni annast útsendingarstarf og' innheimtu. Við því ætti starfsmaður kirkjuráðsins að taka. Væri það ekki nokk- urs virði fyrir þá starfsemi, sem kirkjan vill leggja til mannúðar- og líknarmála, að geta þannig haft sérstakan mann til að vinna að þeim? Þegar um þau starfsvið kirkj- unnar er að ræða, eru verkefnin ótæmandi. Ég minni

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.