Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 32

Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 32
110 Árni Árnason: Marz. kvæmt náttúrulögum. Það gætu verið tímaskifti að þvi, hvernig þetta gengi, en alt jafnaði sig upp, og enginn þyrfti að halda, að hér væri máttur að verki, sem þær, frumurn- ar, ekki þektu né gætu skilið og skynjað. Það, sem hinn hluti frumanna nefndi æðri stjórn, sál eða jafnvel manns- anda, væri ekki til. Ég þarf ekki að taka það fram, hvernig oss myndi lítast á þessa „lífsskoðun“ magafrumanna, og sumum kann að þykja þetta dæmi öfgakent, óþarft og óviðeigandi. Dæmið er ekki sett fram sem röksemd, og því er ekki heldur haldið fram, að magafrumurnar séu vits- munaverur, en það getur bent oss á afstöðu vora til al- heimsins og þekkingu, eða öllu heldur þekkingarleysi á eðli hans. Þá er dæmið engin f jarstæða. Þar við hætist, að samkvæmt skoðun trúleysingja er hið fjölbreyttasta og hátíðlegasta andlegt starf aðeins frumustarfsemi, á sinn hátt eins og magastarfið, með þeim eina mun, að það eru aðrar frumur, heilafrumurnar, sem að því vinna. Menn hafa frá upphafi fundið til þess, að líkaminn út af fyrir sig, áhaldalaus, er ekki nógu öflugur né vel liæfur til þess að heyja baráttuna fyrir lífinu. Þessi vanmáttar- tilfinning leiddi til þess, að menn fundu upp og hagnýttu sér verkfæri og vélar, og þessi sama tilfinning ásamt löng- un og leit að tækjum til hjálpar og þæginda, sem lienni hefir verið samfara, hefir orðið undirrót að öllum þeim framförum, sem orðið hafa í verklegum efnum. Enginn maður gjörir minna úr framförunum af þeim sökum. Þessi sama tilfinning eigin smæðar, vanmáttar og van- þekkingar gagnvart náttúrunni og lögmálum hennar, hef- ir knúið mannsandann til áreynslu, vaxtar og þroska, lief- ir knúið fram alla hina miklu leit vísindanna að þekkingu á náttúrunni og að ráðum til þess að gjöra jörðina sér undirgefna. Enginn neitar sannleiksgildi vísindanna fyrir þessar sakir og enginn neitar veruleika rafmagnsins fyrir þá sök, að mennirnir hafa fengið þekkingu sína á því í þessari sömu leit. Það eru hinir æðstu liæfileikar manns- andans, sem koma fram i visindastarfi, listum, siðgæði og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.