Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 5
KirkjuritiS.
Jólaminningar.
327
FivÖingarkirkjan í Betlehem að innan.
getur ekki lengúr orða bundist: „Ja, nú er þó auðséð,
að jólin eru komin, því að mamma er ekkert að gjöra!“
Og svo byrjar pabbi sönginn með sinni sterku hljóm-
fögru rödd: „Heims um ból“, og allir syngja með, — og
svo á náttúrlega að syngja á eftir: „Sjá himins opnast
hlið,“ nýja sálminn, sem séra Björn Halldórsson sendi
prestinum okkar nýortan, og séra Hjálmar (okkar) var
svo elskulegur að senda afrit af honum á ýmsa bæi í
sveitinni, svo að við lærðum bann strax, og lagið fengum
við úr sönglagabók Péturs Guðjohnsen. — Svo komu
veitingar og smágjafir, sem höfðu verið útbúuar með
mikilli leynd, en allir voru sælir og glaðir, og loks
„tímdu“ börnin ekki að sofna frá blessuðu ljósinu, því