Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 8

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 8
Nóv.—Des. Ljós í myrkrum. í fortíö heims, að ysta geimsins ós, var ægimyrkur, ríkti kukli’ og hel. Þú sagðir, drottinn iífsins: Verði ljós! Og ljóma björtum sló á stjarnahvel. Við sólar þinnar glóð og geislayl þú grundvallaðir heimsins mikla líf og lézt það þróast, vitund verða til, og varst því sjálfur örugt skjól og lilíf. Og mönnum gafstu anda þínum af, þeir ynnu með þér, sæju þína dýrð, og vissu um þann Guð, sem lífið gaf, þig, Guð, er insl í hverri mannssál býrð. Og fram og upp til ljóss þú skráðir leið, þót’t löng og torsótt væri’ í efnisheim, þvi myrkravöldin skemdu mannlífsskeið og skópu synd og höl á vegum þeim. Þótt upp lil hærra lífs nú liggi braut, og ljóma stafi nýrri menning frá, fær vald liins illa æst upp kvöl og þraut, og enn á ný er myrkur skollið á. Hvort eiga þau að sigra nú um sinn, hin svörtu, géigvænlegu skuggavöld? Nei, aldrei steig slík’t hróp í himininn um hjálp sem nú á tuttugustu öld. i heimi ríkja heift og vélaráð, og hjálparþurfa lýðir sviftir vörn, en sorgum, ógn og voða verða’ að hráð hin veika elli’ og föðurlausu börn. Dýrið krefst hlóðs og drekkur trylt og þyrst, dreyrugum fórnum varpað gin þess í. Valdhafar heimsins þyrnikrýna Krist, krossfesta, hrjá og smá hann enn á ný.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.