Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 9

Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 9
Kirkjuritið. E. M. J.: Ljós í myrkrunum. 331 1 gegnum myrkur heimsins hrópum véj í hœðirnar til þín, ó, mikli Guð. Fyrir þinn krafl hver öreind sköpuð er og öll hin mikla veröld grundvölluð. Gef þú oss frið og send í sál hvers manns hið sanna vegarljós, er myrkur fól, fyltu vorn hug af krafti og kærleik hans, sem kom til vor og skóp oss hcilög jól. Réttu út, Guð, þinn reginsterka arm, rjúfðu þau bönd, er kremja veika sál, læknaðu sár, er svella’ í þungum harm, sefaðu ófriðarins heiftarbál. Lá’t þú ei, drottinn, hníga’ í vetrarval þá von og trú, er mannkynshjartað ól. í neyð við hrópum: Heyr vort bænatal, Þú heimsins mikla Ijós og kærleikssól. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.