Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 23

Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 23
KirkjuritiS. Séra Magnús Helgason. Frétt liefir borist fólki gömlu og ungu, flugleiðis — hún mun reynast vitnisbær: Frömuður kenslu, fræðimensku, tungu, fötin þau slitnu lagði af sér í gær. Varð á hans ráði varla fundinn ljóður, vandlega rækti frábært æfistarf. Signdur með lófum sigurvissrar móður setti á drjúga vöxtu föður arf. Lofstír þó gæti í lærdómsheimanferðum, lét bann sér næsta ant um föðurgarð; skilrikur jafnt í skrifum sem í gerðum, skutilsveinn norræns anda snemma varð. Kunni við sig í kyrrþey flestum betur, kertaljós mat og dáði stjörnu skin. Þroskagjöt'l bonum urðu vaka og vetur, vormaður þó og sumardýrðar vin. Fastlyndur maður, faðir nemendanna, frásneiddur veifiskata sundurgerð; hafnaði lögmálsvenju: Að bjóða og banna, brattgengi andans þótti meira verð. Áreynsla sú mun orkugjafi og hita, augunum veitir skygni um höf og lönd. Gaf honum Kristni góðan áttavita: Guðrækna mannúð; veganesti önd.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.