Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 24

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 24
346 G. F.: Séra Magnús Helgason. Nóv.—Des. Fetaði jafnt um forna og' nýja vegi, fráhverfur þeim, sem leggja stund á gum, kjölfestu maður, kafari í perlu-legi, kveldglæður virti jafnt og morgunbrum. * Þeim vildi’ eg fylgja þjóðmæring úr hlaði, það get ég ekki — staddur nærri kör. Þar var mér fremri dagur geislum-glaði, gerði hann Magnús út í heiman-för. Sá ég hann yf’r í sólarglaðan fara. Söng um hann kveldblær fögur erfiljóð. Ókleift var mér aftanglóð að skara — álengdar hak við sjálfan mig ég stóð . . . Hjörtu og augu lielgir verða dómar iiertoga Krists, er hera friðarskjöld. Brjóstvörnin sú í birtu skærri ljómar, hjarma, sem varir fram á alda-kvöld. Guðmiindur Friðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.