Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 26
34« Hannes J. Magnússon: Nóv.—Des. Saurbæ í Eyjafirði. En þá var reist þarna lítil, en snotur timburkirkja, og það er einkum við hana, sem þessar endurminningar eru bundnar, sem liér verða skráðar. f þá daga var mikil kirkjurækni i sveitum landsins, að minsta kosti var það svo í minni sveit. Oft var það svo, að frá flestum bæjum sóknarinnar komu einhverjir til kirkju, og frá sumum bæjunum alt heimilisfólkið, en nokkuð var það þó misjafnt, og árið um í kring voru það fyrsl og fremst viss heimili, sem héldu uppi kirkjusókn- inni. Það var messað þriðja hvern sunnudag á Flugumýri, og aldrei hygg ég, að liafi orðið messufall nema þá vegna illviðra. Ég man þá enn þann dag i dag þessa sunnudaga, fjöldann allan. Það voru alt hátíðisdagar, eins og sunnu- dagar eiga að vera. Það gilti einu, livort það var í svartasta skammdeginu, þegar heiðríkur stjórnuhiminn hvelfdist yf- ir þessari dásamlegu sveit eða um Jónsmessuleytið, í allri hásumardrýðinni, sem ég liefi hvergi séð fegurri en í Skagafirði. Það hvíldi ósvikin sunnudagshelgi yfir þeim öllum. Hún harst heim með kirkjugestunum. Það var talað um ræðu prestsins og guðsþjónustur yfir höfuð. Það var einhver dýpri alvara og friður yfir þessum dögum en öðr- um, eitthvað, sem hlýjar mér nú eftir öll þessi breytilegu ár, og ég man, hve sár vonbrigði það voru okkur systkin- unum, er við komumst ekki til kirkjunnar, einhverra hluta vegna. Ég man hinar hljóðlátu, dökku fylkingar, smáar eða stórar, koma úr öllum áttum og slefna heim á kirkju- staðinn. Ef það var að vetrarlagi, komu flestir gangandi, en að sumarlagi komu flestir á fákum sínum, jafnvel frá næstu hæjum. Þetta var fólk á öllum aldri, ungir, gamlir og miðaldra. Bændur og vinnumenn reyndu oft þessa daga að ljúka að mestu gegningum fyrri hluta dags, lil þess að geta farið til kirkju. Á sama hátt keptust húsfreyjur og vinnukonur við að ljúka heimilisstörfum, svo að enginn þyrfti að sitja heima þeirra vegna. Einhver ósýnilegur máttur var hér að verki, og gerði kirkjustaðinn að mið- depli sóknarinnar þessa daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.