Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 44

Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 44
366 S. S.: Vígsla Akureyrarkirkju. Nóv.—Des. ar hendur, sóknarprestur, sóknarnefnd og safnaðarmeð- limir, svo að hundruðum eða jafnvel þúsundum skifti. Kvenfélag Akureyrarkirkju, með vígslubiskupsfrúna í fararbroddi, hefir unnið ágætt verk fyrir kirkju sína, og fjölda margir aðrir. Stórar gjafir, sem ekki er unt að tilnefna hér, voru gefnar kirkjunni, t. d. gaf Vilhjálm- ur Þór bankastjóri og kona hans, frú Rannveig, raf- magnskirkjuorgel (,,Hammond“), Ólafur Ágústsson hús- gagnameistari og kona lians altarið; silfurbergskrossinn gaf Gunnar Guðlaugsson. Að kvöldi vígsludagsins var lialdið fjölment samsæti á hótel „Gullfoss“, og voru þar fluttar margar ræður og góðar. Þar töluðu séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Brynleifur Tobíasson, mentaskólakennari, forsætisráð- herra, Hermann Jónasson, biskupinn, Friðrik prófastur Friðriksson, Steinn Steinsen, bæjarstjóri og Vilhjáhnur Þór, bankastjóri. Samsætinu, sem var mjög virðulegt, stjórnaði Steingrimur Jónsson fyrrum bæjarfógeti. Það var öllum viðstöddum kirkjunnar mönnum hið mesta gleðiefni, hve eindregið og ákveðið kom fram í öllum ræðum þeirra, er töluðu, vinátta og hlýja í garð kirkjunnar. Ivom þeim ásamt um, að rétt og sjálfsagt væri, að allir góðir menn legðu lið sitt henni til stvrkt- ar og málum hennar, með því, að hún hefði hið mikil- vægasta hlutverk að vinna í þjóðlífinu. Mátti segja, að allir Akureyringar fylgdust einlniga með þvi, sem var að gerasl þenna dag, og mun hann verða öllum, er tóku þátt í því, er fram fór, ógleymanlegur dagur. Sigurgeir Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.