Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 45

Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 45
Kirkjuritið. Sambúð prests og safnaðar. Erindi flutt í prestahóp á fundi Prestafélagsdeildar Suður- lands vorið 1940. Það má segja um sambúð prests og safnaðar eða sam- band prests og safnaðar, að þar sé næstum „kvikan“ i starfi okkar prestanna, viðkvæmasti bletturinn. Ef okkur mistekst í þessu efni, þá vitum við að alt starf okkar er í veði — allur árangur þjónustunnar, og meiri ógæfa getur vart hent okkur sem presta. Páll segist hafa verið Gyðingum Gyðingur og Grikkj- um Grikki, til þess að ávinna sem flesta fyrir Krist. Þetta var „diplomati“. (Það er erfitt að þýða orðið, en þar sem eg tala hér um „diplomati“ Páls, á eg við starfshyggindi bans, skarpleika vits og tilfinninga um framgang mál- efnisins). Orðið „diplomati“ er kanske hált orð, óþægi- legt orð — en enginn af okkur efast um hinii stórkost- lega, blessunarríka ávöxt af „diplomati“ Páls postula fyrir hinn kristna heim. Maður heyrir oft nú á dögum orðtækið „íslandi alt“. Það er mjög fagurt orðtæki. Á sama hátt sagði Páll „Kristi alt“ og hvikaði aldrei frá því. Hann talaði með hrosi og með höggum málsins, með góðu og með illu. — Alt út frá einni einustu forsendu: „Kristi alt“. — En þetta var í rauninni ákaflega elskulegt, yndislegast af öllu yndislegu, því að Páll var ekki aðeins að ávinna mennina fyrir Krist, heldur var liann að ávinna þeim Krist — hjálpa þeim inn í dásamlegu hirtu Guðs ríkis. „Diplomati“ Páls er því í mínum augum ekki lasts verð — hún er einn þátturinn í ljóma hans.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.