Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 48

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 48
370 Garðar Svavarsson: Nóv.—Des. „Enginn, sem leggur hönd sína á plóginn og lítur aftur, er hæfur“. Og ef til vill læðist til okkar einhversstaðar frá hlý hönd, sem við skiljum og þá vitum við, að þrátt fyrir alt var þó ekki alt til ónýtis. Okkur tekst áreiðanlega öllum misjafnlega í stólnum. Sumum tekst þar ágætlega. Nöfn nokkurra fyrirrennara okkar eru skráð gullnum stöfum í sögunni vegna afburða liæfileika og atorku á þeim vettvangi. — En hvort tengslin við söfnuðina knýtast bezt þar, það er mjög vafasamt. Ef farið væri að vega það og meta og sannprófa, hvernig orka okkar sem presta nýttist hezt, hvar fæstar orkuein- ingar okkar í starfinu færu til spillis, en flestar yrðu að notum, þá held eg, að úrskurðurinn yrði á sviði hins per- sónulega samfélags og hinna persónulegu kynna. Og eg liika ekki við að láta í ljós þá sannfæringu mína, að það er á þeim vettvangi, sem hin innilegnstn og nán- ustu tengsl skapast á milli prests og safnaðar. Auðvilað veit eg, að eg er ekki að segja neitt nýtt. Húsvitjanir og heimsóknir í gleði og sorgaraun hafa verið fastur liður í prestlegu starfi um óratíma. En nýir tímar skapa ný viðhorf. Og eg held, að vegna þeirra dökku skýja, sem nú eru á lofti og sem vekja ó- sjálfrátt hugboð um, þegar alt er skoðað ofan í kjölinn, að kristin kirkja í heiminum eigi e. t. v. þrengingar fyrir dyrum, eg held vegna alls þessa, að þá megum við ekki setja okkur úr færi um, stundinni lengur, að beita allri okkar orku einmitt á þeim vettvanginum, sem vænlegast- ur er til staðfasts og gagngers árangurs, á sviði hins per- sónulega samfélags og liinna persónulegu kynna. Nú, þegar alt hringsnýst og mörgu er steypt um koll, er alveg sérstök ástæða til að vera viðbúinn, og eg held, að við getum ekki á nokkurn hátt búið okkur betur undir, styrkt betur varnir okkar um æðsta verðmætið, sem þjóð vor á, heldur en með því að ganga fyrir hvern mann, heldur en með því að taka okkur til fyrirmyndar þá

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.