Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 16

Kirkjuritið - 01.12.1942, Side 16
318 Sigurgeir Sigurðsson: Nóv.-Des. lians, eftir að hann er orðinn biskup á íslandi. Meðal þeirra eru sérstaklega tveir menn, sem Guðbrandur dáðist að og elskaði, en það voru ])eir Niels Hemming- sen háskólákennari og Páll Madsen, sem síðar varð Sjá- landsbiskup. Nú stefndi hugur hans heim til ættlands- ins ástfólgna, heim til starfa. Námstíma skólaáranna var lokið, og nú tóku verkefnin að kalla. Má óhætt full- yrða, að Guðbrandur hafi stundað námið afburða vel háskólaárin. Auk guðfræðinnar átti hann kost á að nema í fræðideild háskólans hebresku, grísku, latinu, mælskulist, eðlisfræði, stærðfræði, rökfræði, kirkjusögu o. fl., enda sáust þess skýr merki, er út í lífsstarfið kom, að nám hans hafði verið fjölbreytt. Eftir að hann kom heim til íslands frá háskólanámi, var haiin þrjá næstu veturna kennari í Skállioltsskóla. Þá leggur hann út í prestsstarfið og tekur vígslu til Breiðahólstaðar í Vestur- hópi. í tvö ár gegndi liann preststarfinu, en gjörisl þá um eins árs skeið skólameistari á Hólum. Hafði liann nú i þessum störfum sínum og við dvöl sina á báðum biskupssetrunum fengið raunhæfa og víðtæka þekkingu á málum kirkjunnar og þjóðarinnar í heild, og því lík- ast sem forsjónin hafi verið að búa hann undir að takasl á hendur hið vandamesta og ábyrgðarþyngsta starf. Var þess nú skamt að bíða. Árið 1569 var hann kvaddnr til Ivaupmannahafnar til þess að gjörast Hóla- biskup og eftirmaður Ólafs biskups Hjaltasonar. Dvaldi hann þá enn í Kaupmannahöfn veturinn 1570—1571, og í aprílmánuði rann upp hinn mikli merkisdagur í lífi hans og jafnframt í kristni og kirkjusögu Islands — 8. apríl. En ])að var vígsludagur Guðbrands biskups. Var hann vígður í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn, og hefir það án efa aukið á fegurð, hátíðleik og helgi dagsins í augum hans, að vigslufaðir lians var kennari hans og' trygðavinur, Páll Madsen, sem þá var orðinn Sjálandsbiskup. Að lokinni vígslu liélt hiskup þegar heim til íslands. Það var vor, og sólin ljómaði um bygðir.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.