Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 11

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 11
jÓLAHUGLÉIÐING 267 inn í ljúfu trausti þess, að allt hið mótdræga og vafasama snúist til bezta vegar. En umfram allt ber oss að klæðast Jcrafti kœrleikans, áður en til jólahalds er gengið. Kærleikurinn er samnefnari allra kristilegra dyggða; án hans getur enginn borið skikkju gleðinnar, né hjúp ljúflyndisins. Kærleikslausir og kaldranalegir menn geta ekki haldið kristin jól, hvað annað gott, sem þeir kunna að hafa til brunns að bera. öll könnumst vér við það, hvernig fátækar mæður sníða föt handa yngri börnum sínum úr fötum þeirra eldri. Svo er einnig um oss. Vér erum yngri bræður jólabarnsins Jesú. Oss eru skorin klæði úr kærleika hans. Það er lær- dómsríkt orð, sem postulinn mælir: „Látið sama anda vera í yður, sem var í Jesú Kristi.“ Það hygg ég að muni vera einhver fullkomnasta greinargerð trúarinnar: að vera með sama anda og Jesú Kristur var. En helzta einkunn hans var kærleikurinn. Kærleikurinn til Guðs og manna hlýtur því að vera frumskilyrði til farsællar inngöngu í hátíðasal jólahelginnar. I fagurri ferðasögu frá landinu helga, getur frægur rit- höfundur og skáldprestur um smávaxinn, berfættan svein, með stór og alvarleg augu. Ásamt öðrum pílagrímum, og að greinarhöfundi viðstöddum, reyndi sveinninn að kyssa helgan stein, þar sem munnmæli segja, að Drottinn hafi forðum hvílzt. En steinninn reyndist sveininum of hár. Kyssti hann þá hönd sína og þrýsti henni á steininn, og lagði þannig kærleiksoffur sitt á þetta helga altari. Margt er það vissulega í lærdómum og leyndardómum, margt í sambandi við jólin og lífið, sem reynist oss of hátt. En laugaðir í bæninni, helgaðir að anda Guðs, íklæddir skikkju gleðinnar, hjúp Ijúflyndisins, og með koss kærleikans framréttan, þótt með veikri trúarhendi sé, fáum vér þó náð til helgidómsins, þar sem hann bíður vor, barnavinurinn mikli, vor bezti bróðir og frelsari. Guð gefi Islendingum um heim allan gleðileg jól! Valdimar J. Eylands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.