Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 17
ó l a b r éf.
fi.j
i.
ER TJÁÐ um þig, bróðir, að þú sért hugljúfur
lærisveinum þínum og leiðbeinir þeim og áminnir þá
sem yngri menn og bræður. Ég geng þess því eigi dulinn,
að þú sýnir mér linkind og ávítir ekki aldraðan mann harð-
lega, heldur áminnir mig sem föður, þótt ég skrifi þér ekk-
ert jólabréf að þessu sinni, heldur fresti því þangað til að
einnig hér, í mínu prestakalli, rætist spádómur skáldsins:
Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundum nýrra skóga.
— Hvar lendir það, og hvernig má slíks vænta? —
kannt þú að spyrja, og heldur áfram: — því þótt ég sé
ungur maður og geti kastað ellibelgnum, með því að
ganga í mötuneyti náttúrunnar, er fótur þinn orðinn feysk-
inn, gamla skar, sem brestur þrótt og finnst fokið í skjólin.
En ég svara: Það skiftir ekki máli. Héðan frá þessu landi,
þessari þjóð, koma þau — jólabréfin — og fylla veröld-
ina með lofsöng. Það breytir engu, þó að þjóðin „urbani-
serist“ og flykkist í kvosina milli tveggja hæða — og
þenjist yfir aðra sjö hálsa, eins og borgin eilífa, og kom-
skipið með tvíburana frá fjarlægum löndum flytji stór-
borgarmúgnum, sem oft er hneigðari til ástar á erlendum
flokksbræðrum sínum en sinni eigin þjóð, korn og vín.
Þau koma jólabréfin frá jötu hirðingjans, frá útskögun-
um, þar sem kóróna landsins er kaldur snjár og klömbrur
hafísa aðsetur vökulla manna, þar sem: