Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 37
SÉRA PÁLL SIGURÐSSON
291
hann til Bolungarvíkur, sem aðstoðarprestur séra Þor-
valds Jónssonar, prófasts á Isafirði, sem átti að hafa þjón-
ustu Hólssóknar á hendi.
Ásamt prestsstarfi sínu gegndi séra Páll kennslustörf-
um við barnaskólann í Bolungarvík frá fyrstu tíð. Árið
1915 fóru fram prestskosningar í Isafjarðarprestakalli,
og átti hinn nýkjörni prestur að taka við þjónustu Hóls-
sóknar að nýju. Fór þá nokkur hluti Hólssafnaðar þess
á leit við séra Pál, að hann gerðist fríkirkjuprestur þeirra.
Varð hann við þeirri ósk og gegndi því starfi til ársins
1916, er hann fluttist sem þjónandi prestur til íslenzku
safnaðanna í Garðarbyggð í Norður-Dakota. Mun séra
Páll hafa unnið vestan hafs margþætt menningar og þjóð-
ræknisstarf og meðal annars átti hann drjúgan þátt i
því að bera þau sátta og friðarorð á milli evangeliska-
lúterska kirkjufélagsins og frjálslynda safnaðarins þar
vestra, sem leiddu til sameiningar og samkomulags, en
áður höfðu söfnuðir þessir átt í hörðum sennum, sem
kunnugt er. — Árið 1925 var Hólssókn gerð að sjálf-
stæðu prestakalli. Minntist söfnuðurinn þá starfa séra
Páls og kynningar frá fyrri árum og fór þess á leit við
hann, að hann hyrfi hingað heim og settist hér að sem
prestur þeirra. Varð hann við þeirri málaleitan og fluttist
alkominn til Bolungarvíkur árið 1926, þar sem hann
helgaði söfnuði sínum eftir það starfskrafta sína, um-
hyggju og kærleika fram að hinztu stund.
Árið 1914 kvæntist séra Páll Þorbjörgu Steingríms-
dóttur frá Brúsastöðum í Vatnsdal. Eignuðust þau 2 syni,
er báðir eru búsettir í Reykjavík.
Séra Páll var mikill bóka- og fræðimaður. Hann sat
við kné menntagyðjunnar alla ævi og auðgaði anda sinn
og ornaði sálu sinni við arin nýrrar þekkingar og fræði-
mennsku. Sérstaklega voru guðfræði og trúarheimspeki
honum hugljúf viðfangsefni. Hann bar einnig í brjósti
lifandi áhuga á skóla- og fræðslumálum í prestakalli sínu.
öll prestsskaparár sín í Bolungarvík, — að síðasta vetri