Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 40
294
KIRKJURITIÐ
treystu honum, fel Drottni vegu þína, tak á móti blessun
ofan að, svo að þú fáir lifað sjálfum þér og öðrum til
heilla." Þetta veganesti tók hann með sér, er hann hélt
að heiman frá Álfgeirsvöllum, og fékk að dvelja við
mennta- og fróðleikslindir bæði hér heima og erlendis.
Stúdent varð hann 1905, og kandídat frá Prestaskólan-
um 1908. Ég var staddur í Reykjavík, er hann lauk embætt-
isprófi. Hlustaði ég á prófræðu hans í Dómkirkjunni.
Man ég, er hann talaði um það, sem ég nú hefi minnzt
á. Hann talaði um hin margvíslegu gæði, og hina beztu
gjöf. Þessu var vel og greinilega lýst í vel saminni ræðu
hans. Hvílík blessun, að hafa átt skjól hjá elskandi for-
eldrum og í samfélagi við aðra ástvini. Hvílík gleði, að
hafa eignazt mörg hin eftirsóknarverðustu gæði, að eiga
blessun vináttunnar og lifa í sólskini kærleikans. En svo
bætti hann við: „Þetta eru gjafir frá Guði, hinar góðu
gjafir. En hver er hin bezta gjöf? Það er að geta sagt:
„Lífið er mér Kristur." Þetta er hið æðsta og bezta. Þetta
er lífið.“
Þannig bar kandídatinn fram játningu sína. Mér kom
þetta ekki á óvart. Ég kynntist Þorsteini veturinn 1905
—06, og ég man hann og aðra unga vini og skólabræður,
sem áttu samfundi, þar sem Guðs orð var lesið, og talað
um hin helgustu mál. Þorsteinn Briem leitaði að fögrum
perlum, og hann hætti ekki leitinni, hann leitaði og fann
hina dýru perlu. Með undrun og auðmýkt hlustaði hann
á orð Drottins: „Komið.“ Hann fylgdist með þeim, sem
hlustuðu á vitnisburð trúarinnar, og fóru á eftir Jesú.
Það mátti um hann segja, eins og um hina fyrstu læn-
sveina: „Hann var hjá Drottni þann dag, hann var með
Drottni allan daginn.“
Hér heima lauk hann námi með ágætum, og erlendis
bætti hann með framhaldsnámi við þekkingu sína, og hvar
sem hann fór og dvaldi, leitaði hann þeirra áhrifa, er
mættu styrkja trúna. Af Drottni var hann kallaður, og
svaraði: „Hér er ég.“ Af Drottni var hann sendur, og