Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 41
SÉRA ÞORSTEINN BRIEM 295
taldi sér það hina mestu sæmd að vera þjónn, sendur
af húsbóndanum.
Prestur varð hann, af því að hann hafði eignazt trúna.
Nú gat hann talað um hið helgasta og bezta, af því að
hann trúði.
Gerðist hann aðstoðarprestur séra Jens Pálssonar að
Görðum á Álftanesi. Var hann vígður 11. júlí 1909. Man
ég þá hátíðlegu stund, er ég samgladdist vini mínum, og
var ásamt honum til altaris á vígsludegi hans. Minningin
um þessa stund rifjaðist upp fyrir mér, er fundum okkar
bar saman í síðasta sinn, er hann horfðist í augu við dauð-
ann, og við ásamt konu hans áttum heilaga stund og
styrktumst af sakramenti Drottins. Þá lýstu leiftrandi
augu hans gleðinni, sem því fylgir, að hafa fengið að vera
með Drottni allan daginn. Játningin hafði með fögnuði
búið í hjarta hans: „Lífið er mér Kristur." Nú gat hann
bætt við: „Dauðinn er mér ávinningur."
Saga séra Þorsteins er þessi: „Hann þjónaði Drottni
með gleði.“ Það sást í prestsstarfi hans, en því starfi
gegndi hann í Garðaprestakalli, í Grundarþingum, í Gríms-
nesi, og á Akranesi, en þar var hann um 25 ára skeið og
Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi í 15 ár.
Gleði trúarinnar sást í starfi hans til heilla söfnuðunum,
og birtan af trúargleði hans sást í heimilislífi og starfi,
ástvinum til heilla. Þar voru hjónin, séra Þorsteinn Briem
og frú Valgerður Lárusdóttir fríkirkjuprests Halldórsson-
ar, eitt í kærleika og eitt í trú. Giftust þau 6. maí 1910.
Eignuðust þau 5 dætur, og eru 4 þeirra á lífi, Kristín
Valgerður, Halldóra Valgerður, Valgerður, og Guðrún
Lára. Allar eru þær giftar. Býr ein í Svíþjóð, önnur í
Noregi, og tvær hér.
Sameiginlega störfuðu þau hjónin að kristilegum málum
og unnu ómetanlegt starf fyrir æskulýðinn, og voru því
mörg heimili í þakkarskuld við prestshjónin. Veit ég, að
enn geymist í Hafnarfirði þakklát minning um starf prests-
ins og konu hans, og svo var á öðrum þeim stöðum, er þau