Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 43

Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 43
SÉRA ÞORSTEINN BRIEM 297 heilla og frama. Honum var um það hugað, að vera sann- leikanum trúr í kærleika. Hann átti þann kærleika, sem samgleðst sannleikanum. Með kærleika í hjarta fór hann í heimsókn til sannleikans. Ráðhollur, hygginn og vitur, með viðkvæmni í góðu hjarta. Þannig man ég séra Þor- stein. Ég hefi kynnzt honum á sólbjörtum stundum, glöðum og reifum, er hann bar svo margt gott fram úr góðum sjóði hjartans. En ég hefi einnig séð hann í baráttu og sorg, og verið vottur að því, að trúin stenzt prófið og kemur enn þroskaðri úr eldrauninni. Hin sára sorg sótti hann heim, er frú Valgerður, kona hans, andaðist eftir langa sjúkdómsbaráttu. En þá sást, hvert séra Þorsteinn sótti kraft og huggun. Við þrenging- una varð trú hans kröftugri og prédikunin enn skýrari, því að hún var vitnisburður hins reynda manns. Það var honum hið brennandi áhugamál, að trúa. Ekki aðeins að trúa einu og öðru, að telja þetta og hitt trú- anlegt, ekki að trúa einhverju, fáu eða mörgu. En trúa honum, trúa Jesú Kristi, trúa sannleikanum, og láta sér ekki nægja sannleiksbrot, en vilja allan sannleikann og finna hann hjá Drottni, og geta því sagt: „Mitt líf er sjálfur hann.“ Það er ekki hægt að halda þessu leyndu. Þessvegna tal- aði séra Þorsteinn. Hvernig talaði hann? Hann flutti mönnum kveðju frá Drottni. Þessvegna varð að vanda kveðjuna. Séra Þor- steinn vandaði hverja prédikun. Þar sáust „gulleplin í skrautlegum silfurskálum." Hvað talaði hann um? Hann talaði um stórmerki Drott- ins, og gat sagt með postulanum: „Ég er orðinn þjónn Krists samkvæmt því embætti, sem Guð hefir mér á hend- ur falið yðar vegna: að flytja Guðs orð óskorað.“ Séra Þorsteini var um það hugað, að flytja Guðs orð óskorað. Það heyrðist, að hér var maður, sem átti trú og þekkingu, hér var fróður maður og víðlesinn, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.