Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 43
SÉRA ÞORSTEINN BRIEM
297
heilla og frama. Honum var um það hugað, að vera sann-
leikanum trúr í kærleika. Hann átti þann kærleika, sem
samgleðst sannleikanum. Með kærleika í hjarta fór hann
í heimsókn til sannleikans. Ráðhollur, hygginn og vitur,
með viðkvæmni í góðu hjarta. Þannig man ég séra Þor-
stein.
Ég hefi kynnzt honum á sólbjörtum stundum, glöðum
og reifum, er hann bar svo margt gott fram úr góðum
sjóði hjartans. En ég hefi einnig séð hann í baráttu og
sorg, og verið vottur að því, að trúin stenzt prófið og
kemur enn þroskaðri úr eldrauninni.
Hin sára sorg sótti hann heim, er frú Valgerður, kona
hans, andaðist eftir langa sjúkdómsbaráttu. En þá sást,
hvert séra Þorsteinn sótti kraft og huggun. Við þrenging-
una varð trú hans kröftugri og prédikunin enn skýrari,
því að hún var vitnisburður hins reynda manns.
Það var honum hið brennandi áhugamál, að trúa. Ekki
aðeins að trúa einu og öðru, að telja þetta og hitt trú-
anlegt, ekki að trúa einhverju, fáu eða mörgu. En trúa
honum, trúa Jesú Kristi, trúa sannleikanum, og láta sér
ekki nægja sannleiksbrot, en vilja allan sannleikann og
finna hann hjá Drottni, og geta því sagt: „Mitt líf er
sjálfur hann.“
Það er ekki hægt að halda þessu leyndu. Þessvegna tal-
aði séra Þorsteinn.
Hvernig talaði hann? Hann flutti mönnum kveðju frá
Drottni. Þessvegna varð að vanda kveðjuna. Séra Þor-
steinn vandaði hverja prédikun. Þar sáust „gulleplin í
skrautlegum silfurskálum."
Hvað talaði hann um? Hann talaði um stórmerki Drott-
ins, og gat sagt með postulanum: „Ég er orðinn þjónn
Krists samkvæmt því embætti, sem Guð hefir mér á hend-
ur falið yðar vegna: að flytja Guðs orð óskorað.“
Séra Þorsteini var um það hugað, að flytja Guðs
orð óskorað. Það heyrðist, að hér var maður, sem átti
trú og þekkingu, hér var fróður maður og víðlesinn, og