Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 49

Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 49
SÉRA MAGNÚS BJARNASON 303 starfseminnar í landinu allt frá því, er hann á skóla- árum var einn af stofnendum stúkunnar Einingarinnar. Var og síðar kjörinn heiðursfélagi hennar. Hann stofnaði 2 stúkur í prestakalli sínu, er störfuðu vel um nokkur ár. Hann var og einn af stofnendum Stórstúku Islands og heiðursfélagi hennar. Af öðrum áhugamálum séra Magnúsar skal hér sér- staklega getið Ekknasjóðs Vestur-Skaftafellsprófastsdæm- is, er hann stofnaði og gaf fé til. Hefir þessi sjóður að vísu verið lítils megnugur, en tilvist hans sýnir vel hug stofnandans og skilning á þörf bágstaddra. Lengi fram eftir virtist sól heilla og hagsældar skína á brautum prófastsins á Prestsbakka, sem bjó þar við rausn og höfðingsskap og við mikla virðing. En svo dreg- ur fyrir sól og skyggir að, er harmar þjá heimilið vegna sjúkdóma og ástvinamissis. Grafreiturinn á Prestsbakka vitnar um þunga sorgarinnar, sem á lagðist. Þar eru leiði eiginkonunnar, frú Ingibjargar, barnanna tveggja, er dóu uppkomin, Jóhönnu og Brynjólfs, leiði móður og tengda- móður séra Magnúsar. Og allir þessir ástvinir voru burtu kvaddir með fárra ára millibili á árunum 1916—1926. En þessa harma sína bar séra Magnús með ró og þreki trúmannsins. Þannig vitnaði hann um mátt þeirrar trúar, sem hann boðaði öðrum. En nærri má geta, að slík áföll hlutu að vera þung og marka spor, sem ekki máðust. Og svo líða árin, aldurinn færist yfir, og starfskraft- arnir dvína, unz séra Magnús lætur af embætti 1931, þá 70 ára að aldri. En þá hafði sonur hans, séra Björn, þjón- að sem aðstoðarprestur föður síns um tíma. Síðan þjón- aði séra Magnús um stund sem prestur á Elliheimilinu Grund í Reykjavík en dvaldist eftir það á heimili sonar og tengdadóttur fyrst á Borg og síðan í Reykjavík, og átti þar hlýtt og friðsælt æfikvöld. Þar lokaði hann aug- unum í hinzta sinni 88 ára að aldri, fékk að fara í friði án þess að þurfa að liggja rúmfastur við ellikröm einn dag. Heilsan mátti heita mjög góð á svo háum aldri, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.