Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 52
306
KIRKJURITIÐ
n.
Árni var fæddur 13. sept. 1893 í Gerðakoti í Sandvíkur-
hreppi. Bjuggu þar foreldrar hans: Sigurður Þorsteinsson
og Ingibjörg Þorkelsdóttir, sem enn eru bæði á lífi, komin
yfir áttrætt. Árni var snemma hinn mannvænlegasti, og
stóð hugur hans til náms. En efnahagur var þröngur,
svo að seinna gekk en hann vildi. Þegar hann var kominn
nær tvítugu, lagði hann stund á efnafræðinám og efna-
rannsóknir í Reykjavík hjá Ásgeiri Torfasyni, en bjó sig
jafnframt undir inntökupróf í 1. bekk lærdómsdeildar
Menntaskólans. Hann lauk því vorið 1914 og sat næsta
vetur í skólanum. Las síðan utan skóla námsefni 5. og 6.
bekkjar á 1 vetri, og varð stúdent 1916.
Þá hóf hann nám í guðfræðideild Háskólans og tók
embættispróf þaðan í febrúar 1920 með mjög góðri 1.
einkunn, meðal annars ágætiseinkunn í tveimur skriflegum
greinum, sem mjög er sjaldgæft í guðfræði. Vissi ég um
aðdáun kennara hans á honum. Hann hlaut styrk úr Sátt-
málasjóði til framhaldsnáms erlendis og lagði stund á
trúarheimspeki og trúarbragðasögu við háskólana í Kaup-
mannahöfn og Uppsölum í tvö háskólamissiri veturinn 1920
—21. Varð hann vel lærður í ýmsum greinum guðfræð-
innar og jók sífellt þekkingu sína. Kvaddi guðfræðideild
Háskólans hann því síðar til prófdómarastarfa við embætt-
ispróf, og gegndi hann þeim mörg ár með sæmd og prýði.
Ári eftir heimkomuna var hann kjörinn prestur Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík og var vígður 27. júní 1922.
Taldi hann þann dag einhvern mesta hamingjudag æfi
sinnar.
Annan mikinn hamingjudag átti hann nokkru seinna
um sumarið, 10. ágúst, og minntist hans einnig oft með
þökk til Guðs. Það var giftingardagur hans og konu hans
frú Bryndísar Þórarinsdóttur á Valþjófsstað. Faðir hennai'
gaf þau saman þar í kirkjunni og lagði út af orðunum:
Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru
uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4, 23.). Þeim, sem við voru