Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 63
JÓLAVAKA BARNANNA
317
Nú vildi svo til, að þegar töfrafiðlan lék, þá var alltaf ein
gjöf afgangs og börnin fengu að ráða því sjálf, hvað gert yrði
við þá gjöf. Oftast var sú gjöf send einhverju veiku eða bækl-
uðu barni, sem ekki gat tekið þátt í dansinum kring um töfra-
tréð.
Svo var það eitt jólakvöld, að börnin uppgötvuðu, að engin
gjöf var efir, þegar þau höfðu tekið gjafirnar sínar, og þau
litu undrandi á gamla fiðluleikarann.
Hvað gat hafa komið fyrir?
Gamli maðurinn varð alvarlegur á svipinn og ekkert bros
sást nú á andliti hans. Hann stakk fiðlunni undir hökuna og
byrjaði að leika. En nú var eins og tónar fiðlunnar væru allt
í einu orðnir svo dapurlegir, og einn af drengjunum fór að
verða svo vandræðalegur á svipinn. Hann laumaðist burtu,
einn síns liðs og vildi ekki láta nokkurn mann sjá sig. Þegar
hann kom heim, opnaði hann hvíta jólaböggulinn sinn, eins
og hann var vanur, en sjá! í stað þess að finna þar einhvern
fallegan og nytsaman hlut, var böggullinn tómur. En þá tók
hann undan jakkanum sínum annan jólaböggul — auka jóla-
gjöfina — sem hann hafði verið svo ágjarn að taka í óleyfi,
en sá böggull var líka tómur.
Þetta jólakvöld urðu börnin fyrir miklum vonbrigðum,
þegar þau héldu heimleiðis, því að nú var engin auka jólagjöf.
Ein litla stúlkan, sem hét Rósa, fór að gráta. Kvöldið áður
hafði hún séð fátæk og ferðlúin hjón koma til borgarinnar.
Þau höfðu leitað sér hælis í hrörlegu hreysi, ekki langt þar
frá, sem Rósa litla átti heima, og einmitt þennan sama morgun
höfðu þessi heimilislausu hjón eignazt lítinn dreng.
Rósa hélt áfram að gráta, því að hún hafði ætlað að sjá
svo um, að litli drengurinn ókunnu hjónanna fengi gjafa-
höggulinn, sem afgangs yrði að þessu sinni.
.,Bara að það hefði verið ein gjöf í viðbót," andvarpaði hún,
þegar hún kom heim til sín og horfði á dýrgripinn, sem var
1 bögglinum hennar. En þá datt henni allt í einu nokkuð í hug.
„Fyrst að það var engin gjöf handa litla snáðanum, ætti ég
þá ekki bara að gefa honum mína?"