Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 68

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 68
322 KIRKJURITIÐ En þegar krafturinn af himni sameinast, blessandi, krafti jarðar, þá fer eins og stendur í einum Davíðs sálma: Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friður kyssast. Trúfesti sprettur upp af jörðinni og réttlæti niður af himni. Þá gefur Drottinn gæði, og land vort veitir afurðir sínar. Ungmennafélagsskapur frænda okkar Norðmanna og okkar sjálfra Islendinga reis vígður kraftinum að ofan, eldmóði heilagra hugsjóna. Þess vegna hafa störfin orðið mikil og giftudrjúg. Við reiknum afl fossanna og hveraorkuna og aðra orku efnisins í milljónum hestafla. en hvað er allur sá kraftur samt hjá ómælanda krafti himinsins? Sá kraftur gaf sálmaskáldinu góða í Saurbæ það að geta kveikt ljós í hverju býli Islands og á hverju fari frá innstu heiðum til yztu miða, ljós er hafa lýst þrjár aldir og munu lýsa um öll ókomin ár. Sá kraftur varð óþrotleg heilsulind. Hann gaf þjóðinni þrek að standast lífsbaráttuna. Hann létti störfin og stritið um langnætti vetrarins og gaf fátækum gleðileg jól. Hann lét vaxa Ijúfari gróður en suðræn aldin — beztu blómin í brjóstum, sem að geta fundið til. Hann gaf okkur mestu vormennina og brautryðjendurna: Eggert Ólafsson, Bald- vin Einarsson, Bjama Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Jón Sigurðsson, Matthías Jochums- son. Himneskur andi hrærði svo hjörtu þeirra, að ómur- inn mun lifa um aldir alda í íslenzkri þjóðarsál. Ungmennafélagar og íslenzkur æskulýður. Gefizt þessum krafti á vald til sigurs í landnáminu mikla framundan. Tryggið þannig gæfu Islands og ykkar sjálfra við alefling andans og athöfn þarfa. Eins og litrófið felst í sólargeislanum, þannig býr allt,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.