Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 70
324 KRAFTUR JARÐAR OG KRAFTUR HIMINS
og seig niður til að ná henni upp. En þá var allt í einu
vatnið horfið og einkennilega ljósskímu lagði á móti hon-
um. Niðri í jörðunni kom hann í garð mjög fagran, en
öskugráan, því að þar skein hvorki tungl né sól. Allt
var eins og í svefni, grösin, blómin og trén. Hann beygði
sig, tók upp lítinn kvist og hafði hann aftur upp með sér.
En þegar hann kom fram í tært loftið og bjart sólskinið,
þá lifnaði kvisturinn allur við, sprakk út og ljúfa angan
lagði frá honum. Og maðurinn skildi, að hann kom frá
hinni huldu Paradís, og þannig myndi hún um síðir birtast
á jörðu.
Það er þessu skylt, sem ég hefi verið að reyna að sýna
fram á. Þegar kraftur jarðar sameinast krafti himins,
þegar hugsjón og 'staðreynd verða eitt, þegar meir er
kostgæft að gera sem bezt en segja sem flest, þegar kvist-
urinn, sem þú heldur á í hendinni til gróðursetningar,
nýtur himinlofts hreinleikans og sólaryls kærleikans, þeg-
ar við samstillum tökin til að helga auðlegð lands okkar
himninum — þá gerist undrið mikla.
Þá verður Island Guðs ríki, Paradís.
Þá verður að veruleika það, sem við biðjum um í þjóð-
söng okkar: Þroskinn á Guðs ríkis braut.
Guð blessi Ungmennafélög Islands og æskulýð.
Ásmundur GuSmundsson.
NÝR JÚBÍLPRESTUR.
Séra Halldór Jónsson prestur á Reynivöllum átti 50 ára
prestsskaparafmæli 15. október síðastliðinn. Hann vígðist fyrst
aðstoðarprestur til séra Þorkels Bjarnasonar að Reynivöllum,
en fékk veitingu fyrir prestkallinu árið eftir. Hann hefir þannig
þjónað sömu söfnuðunum í hálfa öld. Séra Halldór er einn
þeirra úrvalspresta, sem láta ekkert mannlegt vera sér óvið-
komandi en leitast allstaðar við að bæta og láta það sigra,
sem gott er. Hann er því mjög ástsæll og mikils virtur bæði
af sóknarbörnum sínum og embættisbræðrum, enda prýði
stéttar sinnar.