Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 74
326
KIRKJURITIÐ
og silfur átti hún ekki, en það, sem hún hafði, gaf hún. Kot-
ungsefni unnu ekki á konungshjarta.
III.
Börn hennar voru heilsuveil bæði, annað lá rúmfast árum
saman. Aldrei hefi ég séð dýrlegri móðurást né umhyggju.
Hún skrifaði mér einu sinni páskabréf: „... Ég veit, að þér
skiljið það, hvernig tilfinningar mínar hafa stundum verið,
þegar ég hefi staðið við sjúkrabeð barnanna minna og ekkert
getað gjört fyrir þau, þá hefir mér dottið í hug:
Vertu, góði Jesú minn, hjá mér,
mig lát aldrei, aldrei gleyma þér.
Heilög, blessuð höndin milda þín
hjúkri — og lækni sjúku börnin mín."
Og þegar leið að skilnaði, sagði hún við mig eitthvað á
þessa leið:
„Ég hefi undanfarin ár verið hálfkvíðin vegna barnanna
minna, að þeim muni bregða við, þegar ég er farin og get ekk-
ert fyrir þau gert. Nú sé ég, hvað þetta er heimskulegt. —■
Það er Guð, sem hefir notað mína veiku krafta til hjálpar börn-
unum. Og hann á ótal vegi og ráð til að senda þeim hjálpr
þó ég hverfi héðan."
IV.
Hún gaf öðrum líka — ég hygg eitthvað öllum, sem kynntust
henni. Mér gaf hún mikið, já, hvert sinn, sem ég kom til henn-
ar. Hjá henni lærði ég betur en af lestri guðfræðirita í tuga-
tali, hvað kristindómur er — sá kærleikann og trúaraflið, sem
sigrar heiminn. Ekkert hik né efasemdir skyggðu á trú hennar.
Hún var hetja, sem sigraði hverja raun. Hún minnti mig á orð
Krists: „Börnunum heyrir Guðs ríki til ... Ég vegsama þi9»
faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spek-
ingum og hyggindamönnum, og opinberað það smælingjum . • ■
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá." Barnssál
hennar hafði fengið að líta geisla frá Guðs dýrð.
Hún var lík ekkjunni í musterinu. Hún gaf allt — sjálfa sig
— hjarta sitt.