Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 76
328
KIRKJURITIÐ
kyns. Sama birtan var yfir litlu, fátæklegu stofunni hennar og
banabeðinum í sjúkrahúsinu. Við útförina af heimili hennar
komu dúfur og flugu yfir kistunni og minntu mig á dauða
Frans frá Assisi. Það er gott til þess að hugsa, að þessi birta
slokknar aldrei. Hún er aðeins flutt til æðra heims og í ná-
vist hans, sem blessar hverja sál, er gjörði það, sem í hennar
valdi stóð. Á. G.
Frá kirkjulífi Dana.
Blað Danska Prestafélagsins eflist og er nú orðið mjög
f jölbreytt. í því er nú greinaflokkur eftir mig um guðsþjónustu-
formið á íslandi samkvæmt nýju helgisiðabókinni, prestastefnu
íslands og aldarafmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Kóngsbænadagurinn var enn haldinn í ár, 13. maí. En margir
ætla, að það verði í síðasta sinni. Hefir komið til tals að gjöra
frelsisdaginn, 5. maí, að hátíðisdegi.
Guðsþjónustum er nú útvarpað frá fleiri og fleiri kirkjum
og mælist það vel fyrir.
Sálmabókarnefnd situr á rökstólum og vinnur að útgáfu
nýrrar sálmabókar. Tveir nefndarmanna eru sálmaskáld.
Ný þýðing á Nýja testamentinu var löggilt 15. júní 1948,
og hefir nú Biblíufélagið sent öllum prestum í landinu hana
að gjöf.
Nýr biskup er seztur á stól í Rípum eftir Scharling biskup.
Hann heitir Lindegaard og var prófastur áður.
Altarisgestir í Kaupmannahöfn voru 277120 árið 1948.
Nýtt frjálslynt guðfræðitímarit er tekið að koma út og f jall-
ar um vandamál samtíðarinnar í ljósi kristindómsins. Það nefn-
ist „Vaabenhuset." Undirtitill er: Kristendommen og Nutiden.
Margar nýjar kirkjur hafa verið vígðar í Kaupmannahöfn
og úthverfum hennar. Ennfremur vígði dr. Fuglsang-Damgaard
biskup nýja sjómannakirkju í London.
Kristileg og kirkjuleg mót hafa verið haldin mjög mörg a
þessu ári, svo að oflangt er upp að telja. Sérstaklega má þó
geta þess, að samvinna er hafin með prestum og læknum og
horfir til mikilla heilla.
Kosning í safnaðarráð dönsku kirkjunnar fer fram í nóv.
(Greinin nokkuð stytt). Finn Tulinius.