Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 91
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
341
Resens 1607.14 Um það hefi ég ekki myndað mér neina
skoðun, þar sem hér í söfnum er aðeins til útgáfan 1647,
en ekki útgáfan 1607 af dönsku Biblíunni. Sýnishornið,
sem hér hefir verið birt, lýsir vel, hvernig Jón Vídalín
hefir kostgæfilega reynt að komast sem bezt að orði, án
þess þó að hvika um of frá frumtextanum. Mörgum gæti
virzt, að um þýðingarvillu væri að ræða í 14. v., þar sem
„to agaþon sou“ er útlagt „þinn góði“, en er orðrétt „hið
góða þitt“. Þá ber þess að gæta, að „góði“ er hér karl-
kynsnafnorð, sbr. að gera e-m til góða. Á því er enginn
vafi, að Jón biskup hafi farið eftir grískum texta. Á nokkr-
um stöðum í uppkastinu hefir hann skrifað í eyður, sem
stafa af utanáskriftunum á umslagssneplunum, grísk orð
og latneskar þýðingar á þeim. Séra Arne Moller getur sér
þess til, að Jón hafi gert þýðinguna aðallega til að koma
skýringum sínum að.15) Það er mjög hæpið, því að skort-
ur á NT og Biblíum var gífurlegur. 1 handritasafni Lands-
bókasafnsins finnst t. d. vönduð og fögur afskrift NT 1609,
þar sem á titilblaðinu stendur: Skrifad A Hiallasandi Anno
1721.15) Sjálfur lýsir Jón Vídalín skorti þessum í bréfum
til Christens Worms, biskups, 25. ág. 1720 og Rabens stift-
amtmanns.17)
Sem dæmi skýringa hans er hér birt Fílem. 7:
„v. 7 Hiartu heilagra 1 Textanum stendur ydur. En fyr-
ir því ad óveniulegt er so ad tala i voru máli þá hefi eg
sett hiortu, eins og Lútherus, hera Guðbrandur og Resenius.
En postulin(n) meinar ad hinar in(n)stu hiartans tilhneig-
ingar hafi gladst af Philemone."18)
Hér sést, að hann hafi haft útgáfu Luthers, Guðbrands
og Resens til hliðsjónar, eða að minnsta kosti eru líkur
til þess. Gæti þetta vakið nokkurn grun um það, að hann
hafi ekki haft útgáfu Svanes 1647.19)
Sennilega var það tjón, að þetta verk skyldi aldrei verða
prentað, því að skýringarnar eru mjög fastar í skorðum,
í senn alþýðlegar og lærðar. Virðist Jón Vídalín oft þræða
sínar eigin götur, hvað sem hinum lærðu leið. Þýðingin
22