Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 92
342
KIRKJURITIÐ
er hins vegar tæplega eins góð og við hefði mátt búast,
þar sem hann var svo bundinn af frumtextanum, sem
ekki mátti hagga.
Steinsbiblía 1728 var endurskoðuð útgáfa Þorláksbiblíu
með helzt til mikilli hliðsjón af hinni dönsku Biblíu og þá
líklega útgáfa Hans Svanes 1647. Hefir Steinsbiblía hlot-
ið allharða dóma, en vafalaust helzt til harða. Að minnsta
kosti fer Jón Þorkelsson, skólameistari, vandfýsinn sam-
tíðarmaður, heldur lofsamlegri orðum um hana en hitt.
En aðalástæðan fyrir útgáfu Vajsenhússbiblíunnar 1747
var sú, að upplagið af Steinsbiblíu lenti í óreiðu, en prent-
unin hafði og gengið hörmulega. Þar við bættist, að hún
varð óheyrilega dýr.20) Það má telja fullvíst, að Páls-
pistlarnir í Steinsbiblíu eru runnir frá þýðingu Jóns Vída-
líns. Bæði er það, að Jón Þorkelsson getur þess um leið
og hann segir, að málið á NT sé betra en á því GT, og
hitt, að það sést glöggt á samanburði.21) Er hér sett sýn-
ishorn:
„Paall bandingi Christi Jesu og Timotheus broder Phile-
moni hinum elskulega og samþion vorum, 2 Og Apphiæ
hinne elskulegu og Archippo strijdslagsmanne vorum og
sofnudenum i þijnu húse. 3 Náð (sie) med ydur og fridur
af Gude Fodur vorum og Drottne Jesu Christo."
„Til Philemonem, Skrifadur fra Rom med Onesimo hus-
kalle.“
Vajsenhússbiblían 1747 var gefin út að undirlagi þeirra
Ludvigs Harboes og Jóns Þorkelssonar, til þess, að al-
þýða gæti eignazt Ritninguna fyrir skaplegt verð. Var
hún í aðaldráttum mjög svipuð Þorláksbiblíu, enda hafði
Jón aðalumsjón með prentuninni. Þess skal hér getið, að
Halldór Brynjólfsson, þá er hann var prófastur á Staðar-
stað, seinna biskup, sá, er þýddi Ranga-Ponta, þýddi og
NT. Átti að birta þá þýðingu í hinni fyrirhuguðu Biblíu-
útgáfu, en úr því varð aldrei.22)
Sá fyrsti manna hér, er fær prentað endurskoðaða þýð-
ingu á riti úr GT, er Jón Ólafsson Svefneyingur, að ég