Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 95
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR 34o
lærða í Möðrufelli og smáritaútgáfu hans.35) Fóru leikar
svo, að það tókst að senda 1500 NT hingað, áður en stríð-
ið milli Dana og Breta brauzt út 1807. Hafði Biblíufélagið
brezka ákveðið að senda annanhvorn þeirra Henderson
hingað til lands, en hinn átti að sjá um prentun Biblíunnar
í Kaupmannahöfn. En þeir fóru til Svíþjóðar vegna stríðs-
ins, og Henderson gerðist prestur brezks safnaðar, er hann
myndaði í Gautaborg 1807, en árið áður hafði hann verið
prestur í Helsingjaeyri. Þeir notuðu tímann vel, höfðu
afskipti af grænlenzku NT-útgáfunni í Danmörku og hinni
lapplenzku í Svíþjóð. En alltaf var vakandi áhugi hjá
Henderson á íslenzka Biblíu-erindinu. 1810 skrifar hann
Paterson og biður hann að senda sér íslenzka NT, sem
hann hefir í fórum sínum, til þess að kynnast islenzkunni
betur, en á meðan ætlaði hann að æfa sig í dönskunni.36)
Loks fara svo leikar, að Thorkelin útvegar þeim konungs-
leyfi til dvalar í Kaupmannahöfn, til þess að ganga frá
prentun, bindingu og útsendingu Biblíunnar íslenzku. Var
það verk ótrúlegum erfiðleikum bundið, vegna sívaxandi
dýrtíðar, pappírsskorts og örðugra samgangna vegna stríðs-
ins.3^) Kostnaðurinn af þessari útgáfu skiptist í 4 staði:
Edinburgh Bible Society greiddi 150 f, Biblíufélag í Holt-
setalandi 120 f, Biblíufélagið á Fjóni 308 rd. 4 mörk, en
Biblíufélagið brezka afganginn.38) Töfin, sem varð á för-
inni til Islands, varð til þess, að Biblíufélagið danska var
stofnað 1814 fyrir tilstilli Hendersons.39) 1 stofnskrá þess
var gert ráð fyrir afskiptum af Biblíumálum Islendinga,
sem ekki kom til vegna félagsstofnunarinnar hér.46) En
snemma sumars á því ári komst Henderson hingað til lands
og ferðaðist um allt land, átti svo vetursetu í bezta gistihúsi
Reykjavíkur, tugthúsinu, nú stjórnarráðshúsið.41) Næsta
vor og sumar ferðaðist hann vestur á fjörðu og norður í
land og fór út til Hafnar síðla sumars 1815. Skrifaði hann
gagnmerka bók um dvöl sína hér.42) Kom hún út 1818 og
vakti geypilega athygli úti í löndum. T. d. sendi Rússa-
keisari honum smaragðhring með demöntum, 2000 rúblna