Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 96
346
kíRKJURlTIÐ
virði, í þakkar skyni, en Hið íslenzka bókmenntaféiag gerði
hann að heiðursfélaga.43) Henderson er einn hinna merk-
ustu manna, sem hingað hafa komið.
Á mörgum stöðum í ferðabók sinni segir hann frá því,
hversu feginshendi öll alþýða greip NT og Biblíuna, sem
hann gaf eða seldi vægu verði öllum, er hafa vildu. Er ekki
trútt um nema nokkrir hafi fengið margar, „en þeir okr-
uðu þær síðan út aftur“.44) Mörgum kann sagan af séra
Bergi Magnússyni, prófasti í Stafafelli, að virðast ótrú-
leg, en séra Bergur hafði frá vígslu sinni í 17 ár árangurs-
laust reynt að komast yfir eintak af Biblíunni, þangað til
að Henderson færir honum hana.45) Þessi saga og fleiri
geta vafalaust verið sannar og eru það. Og má færa rök
fyrir því. 1824—26 var gerð yfirlitsskýrsla yfir Biblíu-
og NT-eign landsmanna, að nokkru að undirlagi séra Jóns
í Möðrufelli.46) Af henni má sjá, að til hafi verið um
1450 Biblíur og 1300 NT í einkaeign, en um 350 Biblíur
og 300 NT í kirknaeign. Þar við bætast um 860 eintök
af hinum svonefndu Harmóníum guðspjallanna, sem gefn-
ar voru út 1687 og í annað sinn 1749.47) Þessar tölur hafa
varla breytzt mjög á árunum frá 1814, 15 til 1826. Og
þegar Biblíufjöldanum í einkaeign er skipt niður á 50.000
manns (47.222 1801), þá verða nokkuð margir um hverja
Biblíu.
Áður en Henderson kom hingað til lands, hófust bréfa-
skriftir með honum og séra Markúsi Magnússyni, stifts-
prófasti í Görðum.48) Hefir hann sennilega drepið þar á
nauðsyn þess að stofna íslenzkt Biblíufélag. Að minnsta
kosti er það víst, að séra Markús er ötull fylgismaður
Biblíuerindisins um veturnætur 1814, því hinn 4. des. 1814
skrifar Henderson séra Brynjólfi Sívertsen í Holti undir
Eyjafjöllum: „— Stiftprousten holdte (svo) en ypperlig
Tale paa Reformationsfesten48) over Bibelsagen — og gav
sin Meenighed en kort Historie af hvad nu fortiden fore-
tages over hele Jordens Kreds i denne Henseende. —“50)
Henderson notaði hvert tækifæri, sem gafst, til þess að