Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 105

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 105
SAFNAÐARBLÖÐ 355 auðséð, að þessi vettvangur er hvergi nærri fullnægjandi fyrir alla þjónandi presta landsins, sem vilja og þurfa að ná til safnaða sinna. Þá er ég loks kominn að þvi máli, sem ég var beðinn að hreyfa hér, en það er safnaðarblöð. Á síðast liðnu ári tók ég eftir þvi, að skrifað smáblað, sem ég hafði í sunnu- dagaskólanum á Bíldudal og las þar upp, varð mörgum kunnugt frá börnunum. Áður var mér kunnugt um, að t. d. í Bandaríkjum Norður-Ameríku sendu margir prestar út fjölritaðar tilkynningar til safnaða sinna. En auk þess að senda út tilkynningar sendu þeir á sama hátt út nokkur orð um fagnaðarerindið. Mörg þessara smáblaða voru ekki mikið stærri en póstkort, önnur nokkru stærri. Með þessu kom presturinn ýmsu athyglisverðu til safnaðanna, jafn- vel inn á hvert heimili. Mér datt nú til hugar að breyta skrifaða blaðinu þannig, að það kæmist til fleiri en sunnu- dagaskólabarnanna. Með nokkurri fyrirhöfn tókst mér að eignast ritvél og fá prentað nafn blaðsins, sem ég kalla GEISLA. Fjölritara fékk ég svo til afnota hjá fyrirtæki á Bíldudal, en varð fyrst að fá menn mér til aðstoðar. Nú vinn ég að öllu leyti sjálfur við útgáfu og ritun blaðsins, að öðru leyti en því, að ungur piltur hefir haft útsölu á því á Bíldudal. Ég sél blaðið, en við svo vægu verði, að ég fæ aðeins greitt allt efni, en vinnuna ekki, hana gef ég blaðinu. Að sjálfsögðu má margt að blaðinu finna, bæði af kirkjunnar mönnum og öðrum. En aðrir munu vonandi á eftir koma, sem úr ágöllunum bæta á sínum blöðum. Ef litið er á fjárhagshliðina, er óhætt að fullyrða, að oft fara þar margar vinnustundir fyrir lítið. En nú er það einmitt brennandi spurning þessarar kynslóðar: Borgar það sig? Það er ekki hvað sízt meðal embættismanna, sem þessi spurning er þráfaldlega um hönd höfð. Æðisgengin pen- ingagræðgi hefir hrundið af stað þessari óviðfelldnu spurn- ingu. Og getur ekki verið, að jafnvel prestar geri svo gæl- ur við Mammon ranglætisins, að þeir gleymi að nota hann til framdráttar fegurstu hugsjón mannkynsins?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.