Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 105
SAFNAÐARBLÖÐ
355
auðséð, að þessi vettvangur er hvergi nærri fullnægjandi
fyrir alla þjónandi presta landsins, sem vilja og þurfa að
ná til safnaða sinna.
Þá er ég loks kominn að þvi máli, sem ég var beðinn
að hreyfa hér, en það er safnaðarblöð. Á síðast liðnu ári
tók ég eftir þvi, að skrifað smáblað, sem ég hafði í sunnu-
dagaskólanum á Bíldudal og las þar upp, varð mörgum
kunnugt frá börnunum. Áður var mér kunnugt um, að t. d.
í Bandaríkjum Norður-Ameríku sendu margir prestar út
fjölritaðar tilkynningar til safnaða sinna. En auk þess að
senda út tilkynningar sendu þeir á sama hátt út nokkur
orð um fagnaðarerindið. Mörg þessara smáblaða voru ekki
mikið stærri en póstkort, önnur nokkru stærri. Með þessu
kom presturinn ýmsu athyglisverðu til safnaðanna, jafn-
vel inn á hvert heimili. Mér datt nú til hugar að breyta
skrifaða blaðinu þannig, að það kæmist til fleiri en sunnu-
dagaskólabarnanna. Með nokkurri fyrirhöfn tókst mér að
eignast ritvél og fá prentað nafn blaðsins, sem ég kalla
GEISLA. Fjölritara fékk ég svo til afnota hjá fyrirtæki
á Bíldudal, en varð fyrst að fá menn mér til aðstoðar. Nú
vinn ég að öllu leyti sjálfur við útgáfu og ritun blaðsins,
að öðru leyti en því, að ungur piltur hefir haft útsölu á
því á Bíldudal. Ég sél blaðið, en við svo vægu verði, að
ég fæ aðeins greitt allt efni, en vinnuna ekki, hana gef ég
blaðinu. Að sjálfsögðu má margt að blaðinu finna, bæði
af kirkjunnar mönnum og öðrum. En aðrir munu vonandi
á eftir koma, sem úr ágöllunum bæta á sínum blöðum. Ef
litið er á fjárhagshliðina, er óhætt að fullyrða, að oft fara
þar margar vinnustundir fyrir lítið. En nú er það einmitt
brennandi spurning þessarar kynslóðar: Borgar það sig?
Það er ekki hvað sízt meðal embættismanna, sem þessi
spurning er þráfaldlega um hönd höfð. Æðisgengin pen-
ingagræðgi hefir hrundið af stað þessari óviðfelldnu spurn-
ingu. Og getur ekki verið, að jafnvel prestar geri svo gæl-
ur við Mammon ranglætisins, að þeir gleymi að nota hann
til framdráttar fegurstu hugsjón mannkynsins?