Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 108
358
KIRKJURITIÐ
miklum mætti til þróttmikilla átaka. Hún sækir fram
undir forustu áhugasamra foringja. Eining hennar er ekki
neitt hégómahjal, heldur sameining þeirra afla, sem hún
hefir yfir að ráða. Og nú mun hún ganga einhuga fram á
baráttuvöllinn undir merki krossins. En í sókn sinni þarf
hún að njóta sem bezt krafta allra liðsmanna sinna og
allra þeirra baráttutækja, sem mannvitið hefir yfir að
ráða til framkvæmda fagurra hugsjóna, því að fegursta
hugsjónin, sem fram hefir komið á þessari jörð, er kær-
leikshugsjón frelsara vors, Jesú Krists.
Það er ein leiðin til þess að ná til allra með orð Jesú
Krists, að gefa út safnaðarblað. Ég treysti yður, bræður,
til þess að taka þessi orð mín alvarlega. Þér, sem hafið
prentsmiðjur í byggðarlagi yðar, ættuð að bregðast við,
og þér hinir, komið einnig með. Sýnum það, að prestar
og kirkja er sameiginleg borg á bjargi, sem ekki bifast
fyrir smávegis aðkasti.
Vér mæðumst vissulega í mörgu. En vér vitum, hver
er góði hlutinn, sem ekki verður frá oss tekinn. En vér
þurfum á sem víðtækastan hátt að geta veitt öðrum hlut-
töku í honum.
Ég býst við, að hér á eftir verði þetta mál rætt nokkuð.
Látum það ekki verða umræður einar, heldur fylgi þeim
framkvæmdir.
Áfram til átaka í Jesú nafni.
(Það eru nú liðin 2—3 ár síðan framanritað erindi
var flutt sem framsöguræða á aðalfundi Prestafélags ls-
lands. Því var þá vel tekið af fundarmönnum, en sýnileg-
ur árangur er þó harla lítill ennþá. Mér vitanlega hefir
aðeins Siglufjarðarpresturinn, séra Óskar J. Þorláksson,
hafið útgáfu safnaðarblaðs. Auk þess er hafin útgáfa sunnu-
dagaskólablaðs á Akureyri af séra Pétri Sigurgeirssyni.
GEISLI er nú 8 bls., og 16 bls. jólablað kom á s.l. jólum.
Fastir kaupendur hans eru fleiri en nokkru sinni var hægt
að láta sig dreyma um, og eru þeir flestir á Patreksfirði,
Tálknafirði og í Reykjavík, utan Arnarfjarðar, en þar eru