Kirkjuritið - 01.12.1949, Qupperneq 113
AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS HÓLASTIPTIS 363
bókinni og fann staðinn þar sem ritað var: „Andi Drottins er
yfir mér, af því að hann hefir smurt mig til að flytja fátækum
gleðilegan boðskap.“
Allir, sem Biblíurannsóknum unna, fagna mjög þessum forn-
leifafundi. Hann markar stórt og merkilegt spor í sögu rann-
sóknanna. Á. G.
ÍJtdráttur úr gerðabók
Prestafélags Hólastiftis.
Ár 1949, laugardaginn 13. ágúst, var settur og haldinn
aðalfundur Prestafélags Hólastiftis að Hólum í Hjaltadal.
Vígslubiskup setti fundinn og stýrði honum. Til fundarritara
kvaddi hann sr. Lárus Arnórsson á Miklabæ. Tólf þjónandi
prestar sátu fundinn. Tvö aðalmál lágu fyrir: Minningarhátíð
um 400 ára dánarafmæli Jóns biskups Arasonar og sona
hans og 2) endurreisn Hólastóls. Eftirfarandi samþykktir
voru gerðar:
I. Fundur Prestafélags Hólastiftis hins forna, haldinn að
Hólum í Hjaltadal laugardaginn 13. ágúst 1949, ályktar: að
minnast beri 400 ára dánarafmælis Jóns biskups Arasonar
og sona hans með veglegri hátíð að Hólum í Hjaltadal sumarið
1950, og felur vígslubiskupi Hólastiftis, héraðsprófasti Skaga-
fjarðarprófastsdæmis og dómkirkjuprestinum að Hólum að
sjá um fyrirkomulag minningarathafnarinnar í samráði við
yfirkirkjumálastjórn landsins. Jafnframt því sem fundurinn
þakkar ötula framgöngu 9-manna-nefndarinnar við fjársöfn-
un og byggingu minnisvarða þess, sem nú er í smíðum, óskar
fundurinn þess, að sú nefnd starfi áfram og sjái um undir-
búning á staðnum og móttöku gesta (veitingar) hátíðardaginn.
H. Fundur í Prestafélagi Hólastiftis, haldinn á Hólum 13.
ágúst 1949, lýsir eindregnu fylgi sínu við framkomnar hug-
myndir um endurreisn Hólastóls og vill vinna a ðþví, að
Norðlendingafjórðungur verði, eins og áður, sérstakt biskups-
dæmi.
Fundur Prestafélags Hólastiftis samþykkir að kjósa þessa
menn í nefnd til að undirbúa þetta mál fyrir næsta Hóladag:
Sr. Gunnar Árnason á Æsustöðum, sr. Guðbrand Björnsson,
Hofsósi, sr. Óskar J. Þorláksson, Siglufirði, sr. Friðrik A.