Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 36
282 KIRKJURITIÐ um árekstra í biskupsdómi hans. Innan kirkju og utan sýnist hann hafa verið eins og ókrýndur konungur Norð- lendingafjórðungs, svo að enginn bar þar brigður á. Skapferli hans hefir átt þar í mikinn þátt. Hann virðist hafa verið gæddur svo stórbrotnu léttlyndi, að fá dæmi finnast slíks. Allt, sem frá honum fer, fær á sig einhvem léttan og bjartan blæ. Jafnvel þegar hann yrkir um al- varlegustu viðburði eða mælir í hendingum, er eins og allur drungi og öll deyfð fari út í hafsauga. Þegar þeir feðgar sitja í fangelsi, segir hann: „Á jólum, svo erum við á Hólum!“ Meira að segja á leiðinni til aftökustaðar- ins er haft eftir honum það, sem orðið er að orðskvið: „Veit ég það, Sveinki!“ En þegar þessi létta skapgerð er samfara frábærum gáfum og mikilli stjórnsemi og einlægri og heilagri alvöru um trú og föðurland, þá brýt- ur hún braut að efsta sessi í hjörtum hvers manns og heilla þjóða. • En meðan þessari sögu fór fram, vom úti í álfunni viðburðir að gerast, sem áttu eftir að grípa inn í ævi Jóns biskups Arasonar, og móta alla viðburði hinna síð- ustu ára hans. Samtímis því að Jón Arason vex upp norður í Eyja- firði, er jafnaldri hans, og þó sennilega heldur yngri, að nafni Marteinn Lúther, að vaxa upp suður á Kjör- Saxlandi. Hann var skáld líka og glaðlyndur, gáfum gædd- ur, sem bitu eins og stál. En þar sem Jón Arason horfði upp til katólsku kirkjunnar á Islandi, sá Marteinn Lúther hræðilegar meinsemdir þessarar sömu kirkju á Þýzkalandi og í höndum endurreisnarpáfanna og háklerkanna á Italíu. Og að sama skapi sem gleði Jóns Arasonar og traust óx við það að hann þokaðist nær og nær kjarnanum í þessari kirkju hér og hófst til meiri vegs innan hennar, þvarr gleði Lúthers, þar til honum hélt við sturlun. Og um það leyti, er Jón Arason var að komast á sjónarsviðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.