Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 76

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 76
320 K3RKJURITIÐ stæðinga sína og hversu orðvar hann var í dómum sínum um þá og verk þeirra. Stundum var Guðjóni húsameistara borið á brýn og legið á hálsi fyrir það, að hann rifi niður ýmislegt í smíði sinni, er hann varð óánægður með. Það er sjálfsagt rétt og bezt, að komizt sé hjá slíku. En stóra afsökun finnst mér, að húsameistarar, sem það gjöra, eigi, ekki sízt er um opinberar stórbyggingar er að ræða, sem um aldir eiga að standa. Mér finnst það lýsa karlmennsku að kannast við það, sem honum ekki fannst vel gert, og lýsa áræði og þori að rífa niður og byggja betur, þótt það kosti einhverjar fórnir. Verk vor mannanna eru sjaldnast fullkomin, og ég held, að vér ættum yfirleitt oftar, hvar í stöðu eða stétt, sem vér stöndum, að rífa niður þá smíði okkar, sem vér erum óánægð með og er ófullkomin — og gjöra betur. Á þann hátt einan er hægt að byggja upp fagran og fullkominn heim. Vitur húsa- meistari rífur fremur niður en að láta hið ófullkomna standa og skemma heildarbyggingu sína. Mér er kunnugt um, að Guðjón húsameistari gjörði tugi uppdrátta að Hallgrímskirkju, unz honum tókst að skapa þá mynd hennar, sem hann óskaði eftir og var ánægður með. Það var sú smíði, sem hann þráði mest af öllu að sjá komast í framkvæmd. Hann talaði oft hin síðustu ár um að hann ætti þrá eftir því að fá að lifa þangað til sú kirkja yrði fullgerð. Guðjón var maður kirkjunnar og unni henni. Hann sagði oftar en einu sinni: „Þjóð, sem ekki er trúuð, er í raun réttri einskis virði.“ Hann átti athvarf sitt hjá Guði. — „Guð er þinn í gegn um bros og tár“ var setning, sem hann unni. — Og vér, sem þekkt- um hann, vissum að hjartalag hans fór allt í þá átt að byggja líf sitt og starf í samræmi við Guðs vilja. Og hann hafði auga fyrir því, sem aumt var í lífi meðbræðranna. Það eru allmörg ár liðin frá atburði, sem mig langar til að rifja upp við andlát Guðjóns Samúelssonar: Erlendur maður og 2 Islendingar ferðuðust um landið. Guðjón var annar þeirra. Þeir komu að kotbæ. Átta eða níu böm röðuðu sér,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.