Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 67

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 67
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 311 í ofsalegum hlátursköstum. Pakhom gekk til hans í draumn- og spurði hann, hvert fagnaðarefnið væri — en þá sá hann skyndilega, að þetta var alls ekki Starshina, heldur kaupmað- urinn, sem heimsótti hann síðast og sagði honum frá landi þessu. En þegar hann ávarpaði kaupmanninn og spurði: „Sá ég þig ekki heima hjá mér fyrir skömmu?“ hafði hann varla sleppt orðinu, þegar kaupmaðurinn breyttist skyndilega í bónd- ann, sem hafði komið langa vegu neðan frá Volgu og gengið inn í skálann til Pakhoms, þegar hann átti heima í gamla landinu. Loks sá Pakhom og sannfærðist um, að bóndi þessi var alls enginn bóndi, heldur sjálfur djöfullinn, með horn og hófa, og að hann starði fast á eitthvað, sem hann sá þaðan sem hann sat, og skellihló. Hugsaði þá Pakhom með sér: „Á hvað getur hann verið að horfa, og hvers vegna hlær hann svona ógurlega?“ Og hann gekk vitund til hliðar í draumnum til þess að sjá betur. Sá hann þá mann — berfættan, í einum skyrtugopa og stuttbrókum, öðru ekki — liggja marflatan upp í loft og andlitið á manninum var eins hvítt og línvoð. Og, þegar hann aðgætti þetta betur, sá Pakhom allt í einu, að maður þessi var enginn annar en hann, Pakhom sjálfur. Hann saup hveljur og vaknaði — vaknaði og fannst draum- urinn vera raunveruleikinn sjálfur. Leit hann þá í kring um sig til að athuga, hvort tekið væri að lýsa og sá, að komið var undir dögun. „Það er mál til komið að fara að hreyfa sig,“ hugsaði hann. „Ég verð að vekja þessa góðu félaga.“ Pakhom rauk á fætur, vakti húskarl sinn, sem svaf í tarant- assanum — og skipaði honum að beita hestinum fyrir vagn- inn, fara svo og kalla á Baskirana, vegna þess að nú væri mál til komið að fara út á heiðina og mæla landið. Barskir- arnir brugðu einnig blundi og gerðust skjótt ferðbúnir, og Starshina sjálfur lét sig ekki vanta. Þeir höfðu kumiss að morgunverði og ætluðu að gefa Pakhom tesopa, en hann mátti ekki vera að því að bíða. „Ef nokkuð á að verða úr þessu, er bezt að við förum að koma okkur af stað,“ sagði hann — „þótt fyrr hefði verið.“ Baskiramir bjuggust því og lögðu af stað, sumir á hestbaki, aðrir í kerrum, en Pakhom ók í taran- tass sínum, ásamt húskarlinum. Þeir komu út í heiðina, rétt í dögun, og héldu að hól nokkrum, sem nefndur er shichan á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.