Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 41
JÓN ARASON
285
frá Merwitz, dæmdur frá embætti umsvifalaust. Með þess-
um dómi er svo konungi skrifað langt og merkilegt bréf,
þar sem réttindi Islendinga, bæði um trú og landslög,
eru einarðlega varin. Ritar Jón biskup Arason fyrstur
undir það einn kennimanna, en síðan Ari lögmaður og
lögréttumenn. Er Jón Arason hér eins og nokkurskonar
þjóðhöfðingi, og er varla efamál, að það er hann, sem
forgönguna hefir haft um þessi stórræði.
•
Ef við sjáum veldi Jóns og framtak á Alþingi 1540,
sjáum við ekki síður hyggni hans og hófstillingu í sam-
bandi við Alþing 1541.
Á það Alþing kom einhver skæðasti hershöfðingi Dana,
Kristófer Hvítfeldur, með herskip og hermenn, til þess
að framfylgja vilja konungs, en ögmundur biskup er
ginntur og handtekinn.
Það er mjög athyglisvert, að virða fyrir sér framkomu
Jóns Arasonar um þessar mundir. Við erum vanastir því
að sjá hann í veldi sínu, alráðan og einráðan, gangandi
eins og björninn á hvað sem fyrir var. En nú sást, að
hann kunni líka að fara gætilega. Hann fær bréf Hvít-
felds og býr allt sem bezt undir þingreið sína. En jafn-
framt hefir hann sent njósnir á undan sér, og það bjargar
honum frá því að hreppa örlög ögmundar. ögmundur
lætur ginna sig í fyrstu gildru. En Jón stingur fæti við.
Hann fer ekki lengra en að Kalmanstungu, og lætur
hvorki bréf né fagurgala ginna sig. Ritar hann bréf til
Alþingis, eins vingjarnlegt og unnt var fyrir hann, en
fyrirbýður allar aðgerðir, er snerti biskupsdæmi hans.
Eftir það reið Jón norður með flokk sinn, og var ekkert
frekara gert að málefnum Hólastóls að sinni.
•
Nú verður hlé á stórviðburðum meðan Gizur Einarsson
lifir, eða til föstu 1548. Það er næsta einkennilegt að