Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 58
302 KIRKJURITIÐ að vera í friði. Það var árangurslaust, þótt hann væri stöðugt að endurtaka mótmæli sín. Smalamir urðu endilega að böðlazt með rollurnar inn á engjarnar hans, og hrossin gátu alltaf einhvern veginn laumazt inn á komekrurnar hans á nóttunni. Pakhom rak þau út, aftur og aftur, og íhugaði málið, en loks brast hann þolinmæði og kærði þetta fyrir héraðsdómnum. Hann vissi nú samt, að bændurnir gerðu þetta einungis vegna landþrengsla, en ekki af illgirni. Samt varð þetta ekki þolað, skepnumar myndu éta jörðina upp, í flag og örtröð. Hann varð að kenna þeim leksíu. Fyrst kenndi hann einum þeirra þessa leksíu fyrir rétti, og þessu næst öðrum. Hann lét fyrst sekta einn, og svo annan. Þetta vakti óvináttu og f jandskap gegn honum í huga bænda, og nú tóku nágrannar hans að stela frá honum uppskeru hans með ráðnum huga. Einn maður fór inn í plantekru hans að næturlagi, og barkfletti ekki færri en tíu linditré. Þegar Pakhom reið þessa leið næsta dag og sá viðurstyggðina, varð hann náfölur. Hann reið nær og komst að raun um, að börk- urinn hefði verið rifinn í lengjum af trjánum og honum varpað í allar áttir, og stofnar rifnir upp með rótum. Níðingurinn hafði einungis skilið eftir þrjú tré, en stýft þó af þeim allar greinamar. Hitt hafði hann hreinsað allt burt í þessum þræls- legu hamfömm sínum. Pakhom varð óður af bræði. „Ó,“ hugsaði hann. „Ég vildi óska þess að ég vissi, hver hefir gert þetta, ég skyldi fljótlega taka í lurginn á þrælnum." Hann braut heilann um það fram og aftur, hver þetta gæti verið. Ef það er einhver maður, þá hlýtur það að vera Semka, hugs- aði hann. Svo fór hann að finna Semka, en hafði ekkert annað upp úr því en hrokbullandi skammir og ókvæðis orð. Samt sem áður varð hann æ sannfærðari um, að það hlyti að vera Semka, sem verkið hefði unnið. Hann fór því í mál við hann, og þeim var báðum stefnt að mæta fyrir rétti. Dómaramir sátu og sátu á rökstólum og vísuðu málinu frá, sökum skorts á upp- lýsingum og vitnaleiðslum. Þetta æsti Pakhom enn meir. Hann jós blóðugum skömmum yfir báða, hreppstjórana og dómarana, og mælti: „Þið, sjálfir dómararnir, eruð í bandalagi við þjóf- ana. Ef þið væruð heiðvirðir menn, hefði ykkur aldrei til hugar komið að sýkna Semka.“ Já, það var enginn vafi á því, að Pakhom var illa liðinn, bæði hjá dómurum sínum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.