Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 68

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 68
312 KIRKJURITIÐ mállýzku Baskira. Mennirnir í vögnunum gengu upp á hólinn og söfnuðust þar allir saman. Starshina gekk til Pakhoms og benti með hendinni um allan sjóndeildarhringinn og mælti: „Allt þetta land, sem þú sérð héðan, er okkar eign. Kjóstu sjálfur í hvaða stefnu þú vilt halda.“ Augun í höfðinu á Pak- hom ljómuðu, því að allt var land þetta graslendi, flatt og slétt, eins og lófinn á hendi hans. Og, þegar niður úr gras- rótinni kom, dökkt eins og svefngrassknappur. Hvergi var geil í grasið, nema í giljum og skomingum, og alls staðar náði grasið manni í geirvörtur. Starshina tók ofan refskinns-húfuna, lagði hana nákvæmlega á miðjan hólkollinn og mælti: „Þetta skal vera merkið. Leggið þér peningana yðar á það, og húskarl yðar skal vera hér, dvelja hér og varðveita, á meðan þér eruð á göngunni. Frá þessu marki munuð þér byrja för yðar, og að þessu marki munuð þér koma aftur. Allt það land, sem þér gangið umhverfis, skal vera yðar kvaðalaus eign.“ Pakhom tók upp peninga sína og lagði þá á húfuna. Þessu næst fór hann úr yfirhöfninni, svipti af sér vestinu, strengdi mittisólina um maga sér, stakk malpokanum með brauðbita inn á brjóst sér, batt vatnsflösku við axlafetilinn, togaði upp hástígvélin, og bjóst til að hlaupa af stað. Hann hinkraði andartak og íhugaði með sjálfum sér, hvaða stefnu væri bezt að taka, því að landið var hvarvetna gott. „Allt í lagi, og af því það kemur í sama stað niður, geng ég mót rísandi sól,“ ákvað hann að lokum. Hann sneri því andliti sínu í sólarátt og rannsakaði limi sína kappsamlega, meðan hann var að bíða eftir sólaruppkomunni. „Ég má engan tíma missa,“ hugs- aði hann, „því ég verð að ganga eins og ég lifandi get, meðan svalt er.“ Þá komu hinir ríðandi Baskirar einnig upp á hólinn og námu staðar á bak við Pakhom. Sólin hafði ekki fyrr varpað geislum sínum upp fyrir sjóndeildarhringinn en Pakhom þaut af stað og gekk út á heiðina, og riddaramir á hestbaki á eftir honum. Hann gekk hvorki hægt né hart. Eftir að hann hafði gengið hér um bil eina röst, nam hann staðar og lét stinga niður stöng. Hélt svo áfram. Nú var fyrsti stríðleikinn farinn að réna, hann var byrjaður að liðkast og varð skreflengri. Bráð- lega nam hann aftur staðar og lét stinga niður annarri stöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.